,

KIWISDR VIÐTÆKI SETT UPP Í FLÓANUM

Síðdegis Í dag, 29. janúar, var KiwiSDR viðtækið [sem var í Vík í Mýrdal] flutt og sett upp að Galtastöðum í Flóahreppi. Viðtækið hefur afnot af tveimur T-loftnetum sem eru strengd á milli sex 15 metra hárra tréstaura þar á staðnum.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn samtímis.

Georg Kulp, TF3GZ lánar viðtækið, Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lánar beini og veitti tæknilega aðstoð og Jóhann Einarsson, TF1TJN útvegaði aðstöðu og setti tækið upp á staðnum.

Slóðin er:  http://floi.utvarp.com/

Þakkir til Ara, Georgs og Jóhanns fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

T-lofnetin sem eru tengd við KiwiSDR viðtækið eru strengd efst á milli sex 15 metra hárra tréstaura.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − 13 =