FRÉTTIR FRÁ VÍK Í MÝRDAL OG ÚR BLÁFJÖLLUM
KiwiSDR viðtækin í Bláfjöllum og Vík í Mýrdal hafa verið teknir niður. Viðtækið sem var í Vík verður sett upp á næstunni á nýjum stað fyrir austan fjall.
Georg Kulp, TF3GZ fór í Bláfjöll í dag (29. janúar) og sótti KiwiSDR viðtækið. Að sögn Georgs er leitað að nýrri staðsetningu. Í sömu ferð var stafrænn D-STAR endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML tengdur á ný og í framhaldi uppfærður af Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF1A með aðstoð Terry M. Stader, KA8SCP.
Endurvarpinn TF3RPI hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu frá því sem áður var. Tækið styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá Icom. Tíðni: 439.950 MHz (QRG inn -5 MHz).
KiwiSDR viðtækin á Bjargtöngum og á Raufarhöfn sem ná yfir tíðnisviðið fra 10 kHz til 30 MHz eru í góðu lagi, auk Airspy R2 SDR vitækisins í Perlunni í Reykjavík sem þekur tíðnisviðið 24-1800 MHz.
Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com/
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com/
Perlan Reykjavík: http://perlan.utvarp.com/
Þakkir til þeirra Ara, Georgs og Terry‘s.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!