,

CQ WPX RTTY keppnin 2022

CQ WPX RTTY keppnin verður haldin helgina 12.-13. febrúar n.k.

Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Tíðnisviðin eru 3,5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

QSO punktar:

Sambönd við sömu stöð einu sinni á hverju tíðnisviði telja.

  • Sambönd við stöðvar utan Evrópu gefa 3 punkta á 28, 21 og 14 MHz og 6 punkta á 7 og 3,5 MHz.
  • Sambönd við stöðvar innan Evrópu (aðrar en TF) gefa 2 punkta á 18, 21 og 14 MHz og 4 punkta á 7 og 3,5 MHz.
  • Sambönd við aðrar TF stöðvar gefa 1 punkt á 28, 21, and 14 MHz en 2 punkta á 7 og 3,5 MHz.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + four =