Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Árleg Bruce Kelley 1929 QSO gleði og W2ICE kallmerkið fer í loftið

Bruce Kelley 1929 QSO gleði eða keppni ársins 2014 verður haldin fyrstu tvær helgarnar í desember. BK 1929 keppnin er árlegur viðburður á vegum AWA, Antique Wireless Association. Fyrir þessa keppni smíða þáttakendur sinn eigin sendi með þeirri tækni sem til var á árinu 1929 eða fyrir þann tíma. Það sem gerir keppnina skemmtilega er að i loftinu […]

,

Echo/IRLP nano-hnútur

Smávaxin Echo/IRLP hnútur hefur litið dagsins ljós. Echo/IRLP tæknin hefur verð í notkun meðal amatöra um mjög langan tíma. Amatörar nota alheims internetið til að tengja saman VHF/UHF stöðvar um allan heim. Ein Echolink tengistöð hefur verið í gangi hjá TF3GW hér á landi í mörg ár og eru upplýsingar um Echo-gáttina hér á heimasíðu […]

,

IARU svæðis 1 ráðstefnunni í VARNA, Búlgaríu er lokið

Frekari fréttir frá niðurstöðum ráðstefnunnar verða birtar hér um leið og fundargerðir og gögn frá ráðstefnunni birtast á vef IARU. Margir bíða eflaust eftir fréttum af hvernig IARU ætlar að taka á fjarstýringu amatörstöðva milli landa og hvaða leiðir IARU finnur til að auka áhuga ungs fólk á radíóamatöráhugamálinu. Nýr formaður hefur tekið við, Don Beattie, G3BJ, ýmislegt […]

,

Aðalritari ITU flytur IARU skilaboð

Vísun á skilaboð frá ITU til allra radíóamatöra ITU 150 ára Í ræðu Dr. Hamadoun Touré, HB9EHT, kemur fram að ITU þakkar IARU fyrir gott samstarf og að á næsta ári eigi ITU 150 ára afmæli sem minnst verður á ýmsan hátt. Haldið verður uppá World Radio Day á næsta ári á afmælisdegi ITU, 13. febrúar. Aðalritarinn […]

,

Þrír mættu í loftnetavinnu í Skeljanesið í morgun

Formaðurinn var mættur snemma og heitt kaffi tilbúið á könnunni um 9:30. Benni klifraði í mastrið og sá að stýrikaballinn var í sundur og festing mastursins við skorsteininn brotin. Áður var búið að meta rótorinn og ákveða að opna hann. Ákveðið var að stefna að viðgerð á fimmtudeginum í næstu viku en skv spánni á að geta […]

,

Loftnetavinna í Skeljanesi á laugardaginn klukkan 10:00

Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf. Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að […]

,

GAREC 2014

Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur […]

,

NRAU fundur var um helgina í Finnlandi.

Fulltrúi ÍRA á fundi NRAU um helgina var TF3DX en fundurinn er haldinn til að samræma og undirbúa þáttöku fulltrúa norrænu amatörfélaganna í komandi IARU svæðis 1 fundi sem haldinn verður í Varna í Búlgaríu 20. – 27. september og sagt var frá á aðalfundi ÍRA í vor. Sagt verður nánar frá þessum fundi um leið […]

,

Vitahelgin 2014

Heldur lítil þáttaka var í Vitahelginni hér á landi þetta árið en hins vegar virðist þáttakan hafa aukist annarsstaðar í heiminum og margir nýir vitar verið virkjaðir. Frá formanni ÍRA af ÍRApóstinum: Kærar þakkir til ykkar sem sáuð ykkur fært að koma að Knarrarósi um helgina. Mikill vindur og vindkæling gerði útiveruna frekar óþægilega en […]

,

Fréttir af suðurströndinni

Við Knarrarós eru þeir TF3AO, TF3HP, TF3FIN og í heimsókn hafa komið, TF3GB, TF1GC, TF3VS, TF3GS og TF3PPN. Að sögn TF3AO eru skilyrðin frekar slöpp en þeir hafa náð um 200 samböndum, mest á SSB. TF3GB sem var hjá þeim í gærkvöldi og hafði drjúgan slatta af samböndum á Morse. Í myndasafni ÍRA er að finna þessar líka […]