,

Árleg Bruce Kelley 1929 QSO gleði og W2ICE kallmerkið fer í loftið

Bruce Kelley 1929 QSO gleði eða keppni ársins 2014 verður haldin fyrstu tvær helgarnar í desember. BK 1929 keppnin er árlegur viðburður á vegum AWA, Antique Wireless Association. Fyrir þessa keppni smíða þáttakendur sinn eigin sendi með þeirri tækni sem til var á árinu 1929 eða fyrir þann tíma. Það sem gerir keppnina skemmtilega er að i loftinu heyrast allskonar óhljóð eða eins og segir á ensku “cacophony of whooping, chirping, buzzing, clicking, drifting, swishing, swaying, warbling” og öðrum áhugaverðum óhljóðum. Þannig heyrðust radíóamatörar í loftinu á árinu 1929 og aftur núna tvær helgar í desember.

Núna verður í fyrsta skipti sett upp sérstök stöð með kallmerkið W2ICE sem ekki hefur heyrst í loftinu frá því að stofnandi þessarar árlegu keppni, Bruce Kelly W2ICE, lést. Áður en Bruce lést bað hann vini sína um að halda keppninni lifandi eftir sinn dag og ákváðu þeir að nefna keppnina í höfuðið á Bruce, BK 1929. Keppnin varð til á árunum kringum 1990 og hét upphaflega “1929 QSO gleðin”.

Mesta leyfilega afl er 10 wött, þó á vissum tímum allt að 20 wött. Kristalstýrðir sendar eru ekki leyfðir í keppninni og sendarnir verða að vera með lömpum sem til voru 1929 eða fyrir þann tíma. Algengar sendagerðir eru sveiflugjafar eins og Hartley, TNT, PP, MOPA, Colpitts.  Algengir lampar frá þeim tíma eru 10, 45, 27, 211, 71A. Leyfilegt er að nota allar gerðir af viðtækjum. Keppnin fer fram á lægri böndunum þremur, 160, 80, og 40. Stöðvarnar halda sig yfirleitt innan 1800 to 1810 kHz, 3550 to 3580 kHz og 7100 to 7125 kHz tíðnimarkanna.

Hlustiði á þetta

Frekari upplýsingar eru á síðunni AWA

Hartley sendir, teikning og lýsing

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − five =