63. All Asian DX keppnin – morshluti, verður haldinn helgina 18.-19. júní.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RST+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 25 ára eru skilaboðin: 59925 o.s.frv.

Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem haft er sambönd við á meginlandi Asíu (alls 44 einingar; sami listi er notaður til viðmiðunar og er í CQ WPX keppnum).

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð:

https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2022AA_rule.htm

JARL, landsfélag radíóamatöra í Japan stendur fyrir keppninni.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Sýnishornið af viðurkenningu í keppninni er fengið að láni frá PD1DX.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías Hagvaag, QSL stjóri kortastofunnar verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða Íslenskra radíóamatöra er í þessu húsi í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Skilafrestur á efni í nýja blaðið er til mánudagsins 20. júní.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB,
ritstjóri CQ TF.

CQ TF er ávallt vinsælt umræðuefni. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Ljósmynd: TF3JB.

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi. En Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð.

Unnið var að uppsetningu KiwiSDR viðtækis til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA í vikunni, sbr. ljósmyndir. Þess er að vænta að það verði QRV á næstunni.

Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz – 30 MHz): http://bjarg.utvarp.com
Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan.  Airspy R2 SDR (24 MHz til 1800 MHz). http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz):  http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA.

Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í fjarskiptaherbergi ÍRA. KiwiSDR viðtækið er í litla járnlitaða kassanum á borðinu með VHF/UHF stöðvunum.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A sækir hugbúnað fyrir KiwiSDR viðtækið á netinu. Ljósmyndir: TF3JB.

Drifið var í að mála langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. „Þetta er svipað og í fyrra“ sagði Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann.

Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar TF1JI og TF3JB mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 9.6. Bárujárnsveggurinn áður en hafist var handa við yfirmálun.
Skeljanesi 9.6. Verkefninu lokið. Mun snyrtilegra að líta yfir vegginn. Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins kemur út 3. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 20. júní n.k. Netfang: tf3sb@ox.is

Félagskveðjur og 73,
TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myund úr fundarsal.
Vel fór út af radíódóti s.l. fimmtudag. Mynd af radíódóti í boði í fundarsal. Ljósmyndir: TF3JB.

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði félagsins sem halda átti í Skeljanesi 12. júní n.k. Ný dagsetning er 11. september.

Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Margir hafa haft samband við félagið og óskað eftir að dagsetning verði endurskoðuð þar sem þeir og fjölskyldur þeirra verða erlendis eða á ferðalagi innanlands á þessum tíma. 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að verða við þessum ábendingum og hefur ný dagsetning flóamarkaðar verið ákveðin sunnudaginn 11. september. Viðburðinum verður einnig streymt yfir netið og verður notkun ZOOM forritsins kynnt með góðum fyrirvara.

Stjórn ÍRA.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 21. maí s.l. á þremur stöðum á landinu.

Eftirtaldir 10 nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum m.v. daginn í dag, 3. júní:

Ágúst SigurjónssonTF1XZ221 Hafnarfjörður
Björn Ingi JónssonTF1BI860 Hvolsvöllur
Fannar Freyr JónssonTF3FA105 Reykjavík
Grímur Snæland SigurðssonTF3GSS270 Mosfellsbær
Guðmundur Veturliði EinarssonTF3VL111 Reykjavík
Jón Páll FortuneTF3JP105 Reykjavík
Júlía GuðmundsdóttirTF3JG102 Reykjavík
Kristján J. GunnarssonTF9ZG550 Sauðárkrókur
Ómar Örn SæmundssonTF1OS111 Reykjavík
Sævar Örn EiríkssonTF1SAB815 Þorlákshöfn

Innilegar hamingjuóskir og velkomin í loftið!

Stjórn ÍRA.

Þátttakendur í prófi FST til amatörleyfis kl. 10 að morgni laugardagsins 21. maí Háskólanum í Reykjavík þegar prófgögnum var dreift. Prófið fór einnig fram á sama tíma á Sauðárkróki og Raufarhöfn. Ljósmynd: Jón Björnsson TF3PW.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. júní.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Vel fór út af nýinnkomnu radíódóti, m.a. allir rafhlöðustaukarnir utan einn, sem var skrúfaður í sundur og voru menn að fá sér ýmist 1 eða 2 geyma sem hver er 12VDC og 9 amperstundir.

Mikið var rætt um skilyrðin á HF og á 4 og 6 metrum, loftnet og uppsetningu í fjölbýlishúsum, ferðalög með tæki og búnað, m.a. á fjallatoppa (SOTA verkefnið) og Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nú nálgast.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 3 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Magthías Hagvaag TF3MH, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Björgvin Víglundsson TF3BOI, tengdasonur Björgvins sem ætlar í næsta próf til amatörleyfis og Hansi Reiser DL9RDZ. Hansi er fluttur til landsins og var að heimsækja okkur í annað sinn á þessu ári og ætlar að sækja um íslensk kallmerki.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Ársæll Óskarsson TF3AO, Þór Þorisson TF1GW, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Georg Magnússon TF2LL, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Björnsson TF3PW.
Radíódót skoðað. Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Jón Björnsson TF3PW, Benedikt Sveinsson TF3T, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Jón G. Guðmundsson TF3LG, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (sitjandi) og Mathías Hagvaag TF3MH.
Guðmundur Veturliði Einarsson TF3VL og Valtýr Einarsson TF3VG. Guðmundur er nýr leyfishafi sem lauk prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 21. maí s.l.
Kristján Benediktsson TF3KB og Þór Þórisson TF1GW.
Radíódót sem var í boði á 2. hæð fimmtudaginn 2. júní. Ljósmyndir: TF3JB.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 26. maí til 1. júní 2022.

Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 12, 15, 17, 20, 80 og 160 metrum.

Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:

TF1EIN                  FT8 á 6 metrum.
TF1EM                  FT8 á 17 metrum.
TF1OL/P               FT4 á 15 og 20 metrum.
TF2MSN               FT4, FT8 og SSB á 15, 17 og 20 metrum.
TF3DX/P               CW á 20 metrum.
TF3HR                   FT8 á 20 metrum.
TF3IG                    FT4 á 20 metrum.
TF3JB                     CW og á 10, 17 og 20 metrum.
TF3LB                    CW á 6 metrum.
TF3MH                  FT8 á 10 metrum.
TF3TNT/M           SSB á 160 metrum.
TF3VE                    FT4 á 12, 17 og 20 metrum.
TF3VG                   FT8 á 17 metrum.
TF3VS                    FT8 á 12 metrum.
TF3XO                   SSB á 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 17 og 20 metrum.
TF8KY                    SSB á 20 og 80 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Ólafur Örn Ólafsson TF1OL/P var virkur vikuna 26. maí til 1. júní. Myndin er af glæsilegri fjarskiptabifreið Óla sem hann hefur notað í DX að undanförnu. Ljósmynd: TF1OL.

Flóamarkaður ÍRA verður haldinn sunnudaginn 12. júní n.k. kl. 13-15 í Skeljanesi. Nýjung er, að viðburðinum verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt með því að nota ZOOM forritið.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Félagsmenn geta komið með tæki eða búnað sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á í Skeljanes. Félagið mun ennfremur bjóða hluti í þess eigu, gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið, sem síðan verða til birtingar á þessum vettvangi.

Fljótlega verða birtar nánari upplýsingar/leiðbeiningar um framkvæmd hér á heimasíðunni, þ.á.m. um notkun ZOOM forritsins.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.