Landsfélag radíóamatöra í Frakklandi (REF) hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að greinasafni félagsins.

Um er að ræða mikið af áhugaverðu efni, m.a. um fræðin og fjarskiptin, s.s. skilyrðin, loftnet (á HF, VHF og hærri tíðnum), fæðilínur, mismunandi tegundir útgeislunar, fjarskipti um gervitungl, m.a. QO-100 og margt fleira.

Greinasafnið er á frönsku, en einnig má kalla það fram í enskri þýðingu með því að slá inn meðfylgjandi vefslóð. Þess má geta að systurfélag okkar í Frakklandi, L’association Réseau des Émetteurs Français (REF) var stofnað árið 1925.

ÍRA þakkar REF fyrir boðið sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.

Stjórn ÍRA.

https://publications.r-e-f.org/

https://tinyurl.com/FranceREF

 Scandinavian Activity keppnin (SAC) – SSB hluti – verður haldin um næstu helgi, 10.-11. október.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi.

Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt!

Stjórn ÍRA.

http://www.sactest.net/blog/

Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir alls 910.

Auk Einars, hafa eftirtaldir leyfishafar skráningu með stig á heimasíðu SOTA: TF3DX (212); TF3Y (38); TF3CW (14); TF3GD (8); TF3EO (5); TF3EE (4); TF3WJ (1) og TF8KY (1). Alls hafa 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/

Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind á Íslandi samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili.

Hamingjuóskir til Einars með árangurinn.

Stjórn ÍRA.

SOTA verðlaunagripur eins og sá sem Einari stendur til boða. Nafnbótin “Mountain Goat” fylgir. Ljósmynd: G.L. Sneddon VK3YY.

CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram helgina 26.-27. september. Sjö TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisstjórnar, þar af tvær viðmiðunardagbók (check-log). Stöðvarnar skiptast eftirfarandi á keppnisflokka:

TF1AM – einmenningsflokkur, háafl.
TF3AO – einmenningsflokkur, háafl.
TF3DT – einmenningsflokkur, háafl.
TF2MSN – einmenningsflokkur, lágafl.
TF/DJ7JC – einmenningsflokkur, lágafl, aðstoð.

TF3IRA (TF3DC op) – viðmiðunardagbók (check-log).
TF3VS – viðmiðunardagbók (check-log).

Niðurstöður verða kynntar í marshefti CQ tímaritsins 2021.

Scandinavian Activity Contrest (SAC) keppnin 2020 á morsi fór fram helgina 19.-20. september s.l. Tvær TF stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum (claimed score) eru niðurstöður eftirfarandi:

3. sæti – TF3W (TF3CW op.); einmenningsflokkur, 14 MHz, háaafl.
9. sæti – TF3JB; einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl, aðstoð.

SSB hluti keppninnar fer fram helgina 10.-11. október n.k. (nánar auglýst síðar).

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 1. október.

Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19.

Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 8. október n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tbl. CQ TF 2020 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Hér fyrir neðan má finna hlekk á blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, 25. september, að Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson, TF3VUN hefur hlotið stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfnisnefndar.

Þess má geta að foreldrar hans eru bæði leyfishafar, þau Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Guðrún Hannesdóttir, TF3GD.

Hamingjuóskir til Hannesar Högna og fjölskyldu.

Stjórn ÍRA.

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2020 fer fram um helgina.

Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 26. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 27. september kl. 23.59.

Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm

CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá TF. Geta má um frábæran árangur TF2R í fyrra (2019) þegar strákarnir náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Ennfremur um frábæran árangur TF3AM (TF1AM) í einmenningsflokki árið 2017, þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn.

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 24. september.

Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19.

Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst opnun á ný fimmtudaginn 1. október n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

Félagsstöðin TF3W var QRV í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 19.-20. september.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina á 20 metrum. Siggi sagði að skilyrðin á bandinu hafi verið „upp og niður“; Evrópa hafi verið ríkjandi, en góð sambönd inn á milli niður í Indlandshaf, til Norður-Ameríku, Asíu og í Kyrrahafið.

Fjöldi sambanda var alls 1050. Reiknuð bráðabirgðaniðurstaða er 132.606 stig (53 margfaldarar og 2502 QSO stig). Miðað við skráningar á þyrpingu (e. cluster) var a.m.k. ein önnur TF stöð með sambönd í keppninni, TF3JB.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W á morsi í SAC keppninni 2020. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi 19. september við upphaf keppninnar. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 17. september. Þá hafði verið lokað frá 6. ágúst s.l. vegna COVID-19.

Vandað var að venju með kaffinu og nýjustu tímaritin lágu frammi. Eins og gefur að skilja höfðu menn um mikið að tala og var umræðuefnið klassískt; tæki, búnaður og fræðin, auk þess sem félagar vitjuðu innkominna korta og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.

Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG kom færandi hendi með radíódót með kveðju frá Bjarna Magnússyni, TF3BM, sbr. myndir.

Alls mættu 17 félagar í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld.

.

Á myndinni til vinstri má sjá sérstakt borð sem var sett upp við inngang í salinn í Skeljanesi. Þar eru andlitsgrímur og handspritt til notkunar fyrir félagsmenn og gesti. Ljósmynd: TF3JB.

Dótið sem TF3FG færði í hús frá TF3BM 8.9.2020 er ofaná og til hliðar við stóru tækin tvö. M.a. Hitachi hleðsluborvél í tösku (til vinstri), Fluke fjölsviðsmælir og Motorola HT-500 VHF handstöðvar. Ljósmynd: TF3JB.
Nærmynd til glöggvunar af hluta dótisins sem TF3FG færði félaginu frá TF3BM 8.9.2020. Ljósmynd: TF3JB.