VHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 7. og 8. júlí n.k.

Tímabilið verður nú 2 heilir sólarhringar, þ.e. frá 00:00 á laugardag til 23:59 á sunnudagskvöld. Hugmyndin er að tilgreina sérstök „þátttökutímabil“ til að þétta virknina, en sambönd munu að gilda báða sólarhringana.

Leikarnir fara fram á VHF og UHF að þessu sinni; allar tegundir mótunar.

Reglur VHF leikanna 2018 og nánari upplýsingar verða fljótlega til kynningar á þessum vettvangi.

73, Keli, TF8KY.

TF8KY í Skeljanesi. Myndin var tekin 24. mars s.l., þegar Keli kynnti Páskaleikana 2018.

Félagar okkar frá Norðurlandi og Austurlandi hafa verið meðal gesta í félagsaðstöðunni að undanförnu. Þetta eru þeir TF6JZ frá Neskaupstað og TF5B frá Akureyri.

Mikið var rætt um áhugamálið (eins og við var að búast), tekin nokkur sambönd frá TF3IRA, auk þess sem QSL Manager félagsins fékk aðstoð við flokkun korta sem voru nýkomin í hús.


Jóhann Zoëga TF6JZ og Óskar Sverrisson TF3DC í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Brynjólfur Jónsson TF5B og Gísli Ófeigsson TF3G.

(Myndir: TF3JB).

ÍRA hefur fengið úthlutað kallmerkinu TF18FWC frá Póst- og fjarskiptastofnun í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi.

TF18FWC verður QRV frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi til 15. júlí n.k.

Fljótlega verður skýrt frá tilhögun og fyrirkomulagi á þessum vettvangi, en fyrst í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 14. júní.

Áfram Ísland!

NÝIR FÉLAGSMENN ÍRA 16.5.-11.6.2018:

Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík.
Jón Grétar Borgþórsson, TF5LT, 311 Borgarnes.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, 200 Kópavogur.
Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, 200 Kópavogur.
Sveinbjörn Guðjohnsen, TF3PIE, 110 Reykjavík.

NÝ KALLMERKI (OG BREYTINGAR) 16.5.-11.6. 2018:

TF1OL, Ólafur Örn Ólafsson, 200 Kópavogur.
TF3GR, Huldar Hlynsson, 210 Garðabær.
TF3PIE, Sveinbjörn Guðjohnsen, 110 Reykjavík.
TF3VE, Sigmundur Karlsson, 112 Reykjavík.
TF3VH, Hinrik Vilhjálmsson, 200 Kópavogur (áður TF3VHN).
TF5LT, Jón Grétar Borgþórsson, 311 Borgarnes.
TF7DHP, Daggeir Pálsson, 600 Akureyri.

Stjórn ÍRA fagnar nýjum félagsmönnum og býður nýja leyfishafa velkomna í loftið.

Stjórn Félagsins íslenskir radíóamatörar starfsárið 2018/2019.

 Frá vinstri: Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, varastjórn; Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður; Jóhannes Hermannsson, TF3NE, meðstjórnandi; Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður; Einar Kjartansson, TF3EK, gjaldkeri; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, varastjórn og Georg Magnússon, TF2LL, ritari.

Myndin var tekin fyrir utan félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3JON.

Alls náðu níu einstaklingar prófi til amatörleyfis sem haldið var á vegum
Póst- og fjarskiptastofnunar, laugardaginn 26. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Þeir eru:

Daggeir Pálsson, 600 Akureyri.
Davíð Víðisson, 101 Reykjavík.
Haukur Guðmundsson, 105 Reykjavík.
Hinrik Vilhjálmsson, 200 Kópavogur.
Huldar Hlynsson, 210 Garðabær.
Jón Grétar Borgþórsson, 311 Borgarnes.
Ólafur Örn Ólafsson, 104 Reykjavik.
Sigmundur Karlsson, 112 Reykjavík.
Sveinbjörn Guðjohnsen, 110 Reykjavík.

Stjórn ÍRA óskar þeim til hamingju og býður þá velkomna í loftið.

Próf til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, 26. maí. Alls þreyttu 9 prófið. Allir náðu fullnægjandi árangri, 2 til N-leyfis og 7 til G-leyfis.

Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðum og reglum um þráðlaus fjarskipti, sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnleg próf.

Fulltrúar prófnefndar ÍRA á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristinn Andersen, TF3KX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Þór Þórisson, TF3GW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúi stjórnar ÍRA á prófstað: Jónas Bjarnason, TF3JB.

Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu. Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.

Amatörpróf verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu M119, laugardaginn 26. maí 2018 sem hér segir:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni
13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti
15:30 Prófsýning

Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng:

hrh@pfs.is bjarni@pfs.is

hjá Póst- og fjarskiptastofnun, með efnisorðinu “prófskráning”. ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem eru skráðir á námskeiðið, sem er nú í gangi.

Eftirfarandi úrræði, annað eða hvoru tveggja og varða lestur, eru í boði ef um þau er beðið með 2ja daga fyrirvara með því að hringja í Villa TF3DX í síma 567 4013.

a) litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur
b) stækkun í A3

1) notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega (!!) geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð.
2) hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku (!) sem hentar reiknigrafi.
3) endanleg einkunn kemur frá Póst- og fjarskiptastofnun á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega (!!) skrifað.
5) engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Prófnefnd ÍRA

Nýir félagsmenn ÍRA 20.3.-15.5.2018:

Frímann Baldursson, TF1TB, Selfossi.

Hjálmar Ólafsson, TF9-004, Blönduósi.

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, Reykjavík.

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, Reykjavík.

Kallmerki, breytingar/ný 20.3.-15.5.2018:

TF1VHF, radíóvitar á 4 metrum og 6 metrum, Álftanesi, Mýrum.

TF8RN, Árni Freyr Rúnarsson, Keflavík (áður TF8RNN).

 

TF1VHF QRV

Radíóvitarnir TF1VHF fóru í loftið í dag, 12. maí 2018. QRG er 50.457 MHz á 6 metrum og 70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Mýrar í Borgarfirði.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, fjármagnaði og stóð straum af kostnaði við verkefnið. TF1A, TF3SUT og TF3-Ø33 aðstoðuðu Ólaf við uppsetningu og frágang.

Fljótlega verður skýrt frekar frá málinu á þessum vettvangi, en Ólafur segir að í bígerð sé ennfremur uppsetning á radíóvita á 2 metrum.

Ljóst er, að hér hefur verið unnið stórvirki á vettvangi áhugamáls okkar. Stjórn ÍRA óskar Ólafi og félögum til hamingju með daginn.

(Ljósmynd: TF1A).