,

FRÆÐSLUERINDI ÍRA Á VORMÁNUÐUM 2024

Fræðsluerindi ÍRA á vormánuðum 2024 verða í boði frá 1. febrúar til 30. maí n.k. Tvö fyrstu erindin eru að vísu búin. Annars vegar 1. febrúar s.l., þegar Andrés Þórarinsson, TF1AM fjallaði um heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta og hins vegar s.l. fimmtudag (15. febrúar) þegar Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU fjallaði um Collins R-390A/URR og R-391/URR viðtækin sem hann færði ÍRA að gjöf síðastliðið haust.

Febrúar. Þann 29. febrúar mætir Snorri Ingimarsson, TF3IK í Skeljanes og segir okkur frá radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi.

Mars. Þann 14. mars mætir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY í Skeljanes og kynnir Páskaleika ÍRA 2024 sem fara fram helgina 3.-5. maí n.k.

Apríl. Þann 4. apríl mætir Reynir Smári Atlason, TF3CQ í Skeljanes og segir okkur frá þeirri reynslu að hafa amatörstöð um boð í seglbáti þegar siglt er á milli landa. Og þann 11. apríl mætir Georg Kulp, TF3GZ formaður nýrrar stöðvarnefndar og fjallar um væntanlegar nýjungar í rekstri TF3IRA.

Maí. Þann 2. maí mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið „Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)“. Og þann 25. maí mæta þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður VHF/UHF leika ÍRA og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna og kynna þessa vinsælu fjarskiptaviðburðum félagsins.

Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformans ÍRA sem hafði veg og vanda af uppsetningu verkefnisins. Ennfremur þakkir til þeirra félagsmanna sem koma í Skeljanes og flytja okkur áhugavert efni.

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 13 =