Entries by TF3JB

,

NÁMSKEIÐ HEFST Í OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst í október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu í desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 28. ágúst til 5. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí og júní á þessu ári. Alls fengu 11 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig […]

,

WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á SSB

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn verður haldinn helgina 11.-12. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 2. SEPTEMBER

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september. Sérstakur gestur okkar var Peter Ens, HB9RYV, sem er búsettur í Sursee skammt frá Lucerne í Sviss. Hann er staddur hér á landi um þessar mundir og mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y. Peter er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið. […]

,

ALL ASIAN SSB DX KEPPNIN 2021

62. All Asian DX keppnin – SSB hluti, verður haldin helgina 4.-5. september. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RS+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 39 ára eru skilaboðin: 5939 o.s.frv. Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN OPIN 2. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Vegna Covid-19 er […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN FIMMTUDAG 26. ÁGÚST

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 26. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum, góður andi og létt yfir mönnum. Mikið var rætt um skilyrðin, loftnet, fjarskiptatæki (og búnað), fæðilínur, truflanir á 80 metra bandinu og fleira. Kaffi og meðlæti gekk vel út. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri var búinn að flokka nýjar kortasendingar í hólfin. Mikill […]

,

Radíódót frá TF3WS

Sigurður Harðarson, TF3WS kom við í Skeljanesi í gær, 24. ágúst. Siggi færði okkur að þessu sinni spenna/spennugjafa af ýmsum gerðum ásamt fleiru vönduðu dóti. Sumt er merkt Landsímanum (m.a. með spennum frá Jóa og fl.). Allt saman kjörið efni til nota í heimasmíðar og verður til afhendingar til félagsmanna frá og með næstu fimmtudagsopnun, […]

,

NÝTT VIÐTÆKI Á VHF OG UHF

Karl Georg Karlsson, TF3CZ tengdi í dag (24. ágúst) nýtt viðtæki yfir netið fyrir 24-1800 MHz. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190. Karl Georg tók eftirfarandi fram á FB í dag: Víðtækið er ekki bara […]

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT

Rúm vika er síðan men urðu varir við að á ný var búið að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni við Skeljanes. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 var óhress með þennan verknað enda síðast í byrjun júní s.l. sem hann málaði yfir samskonar „listverknað“. Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss, en […]