Entries by TF3JB

,

VHF leikar 2019 – seinkað til 20.-21. júlí

Ákveðið hefur verið að seinka VHF leikunum 2019 um eina viku, þ.e. til 20.-21. júlí. Leikarnir verða því ekki um næstkomandi helgi, 13.-14. júlí eins og hafði verið auglýst. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun mæta í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí n.k., til að fara keppnisreglur og svara spurningum. Viðburðurinn verður nánar til kynningar hér […]

,

STANGARLOFTNET SETT UPP FYRIR TF3IRA

Sumarið er loftnetatíminn! Þeir Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Georg Magnússon TF2LL og Óskar Sverrisson TF3DC mættu í Skeljanes 2. júlí eftir vinnu og settu upp New-Tronics Hustler 4-BTV stangarloftnet (vertíkal) fyrir TF3IRA. Loftnetið vinnur á 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Gengið var frá uppsetningu á nýja festingu sem TF2LL smíðaði og hluta af radíölum […]

,

3. tölublað CQ TF komið út

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tölublaðs CQ TF 2019, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 45 blaðsíður að stærð. 73 – […]

,

Góð mæting í Skeljanes 27. júní

Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 27. júní. Sérstakur gestur var Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri. Mikið var rætt um nýjungar sem kynntar voru á sýningunni í Friedrichshafen sem haldin var um nýliðna helgi, en a.m.k. 17 Íslendingar sóttu hana heim þetta árið. Margir gerðu góð kaup, bæði í sendistöðvum og mælitækjum. […]

,

Horfinn turn

Fyrir nokkrum árum fékk ÍRA vandaðan 15 m háan turn gefins. Turninn er gerður úr fimm galvaniseruðum einingum sem hver er 3 m að lengd. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir TF3BJ og TF3G huga að turninum í portinu við húsakynni félagsins í Skeljanesi. Nú ber svo við að turninn finnst ekki í Skeljanesi sem er […]

,

FIMMTUDAG 27. JÚNÍ, OPIÐ HÚS Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. júní kl. 20:00-22:00. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te og meðlæti. Flestir félagsmanna sem heimsóttu Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi um helgina eru aftur komnir til landsins og ekki ólíklegt að þeir muni mæta í kaffi í Skeljanes og segja […]