Entries by TF3JB

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 21. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW. Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 […]

,

NÝJUM KALLMERKJUM ÚTHLUTAÐ

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Reykjavík 16. mars s.l. Eftirtaldir nýir leyfishafar hafa sótt um og verið úthlutað kallmerkjum: Einar Sverrir Sandoz, Reykjavík, TF3ES.Hákon Örn Árnason, Reykjavík, TF3HOA. Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið! Stjórn ÍRA.

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Þar sem um var að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf var ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Í raffræði og radíótækni náðu […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 21. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 21. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. mars 2024. Alls fengu 18 kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og 160 metrar, […]

,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 17. mars 2024. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G (færist upp um tvö sæti), TF3JB, TF3MH (færist upp um eitt sæti) og TF3SG (færist upp um 1 sæti). Samtals er um […]

,

PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars. Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku. Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 16. mars n.k. samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er skv. 5. gr. í reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004. Prófið er í 30 liðum og gilda allir jafnt. Próftími er 2 klst. […]

,

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2023/24

Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 16 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 228 […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 16.-17. MARS

PODXS 070 CLUB ST PATRICK’S DAY CONTESTStendur yfir laugardag 16. mars frá kl. 00:00-23:59.Keppnin fer fram á PSK31 á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.Skilaboð: Ríki í Bandaríkjunum, fylki í Kanada eða DXCC eining.https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/saint-patrick-s-day-contest BARTG RTTY CONTESTHefst laugardag 16. mars kl. 14:00 / lýkur sunnudag 17. mars kl. 01:59.Keppnin fer fram á […]