Entries by TF3JB

,

SKEMMTILEGUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A var með frábæra kynningu á Es’hail 2 / QO-100 gervitunglinu í Skeljanesi laugardaginn 3. september. Hann kom með eigin ferðastöð sem var sett upp innanhúss og sýndi okkur hve einfalt það er að hafa fjarskipti um tunglið, en 90 cm diskloftneti var komið upp á standi við glugga (í austurhluta salarins) […]

,

TF1A Í SKELJANESI Á MORGUN, LAUGARDAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A verður með kynningu á Es’hail 2 / QO-100 gervitunglinu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 3. september kl. 14-17. Inntak kynningarinnar verður: Hvernig setja má upp búnað til fjarskipta um QO-100 á ódýran hátt. Hvernig koma má upp búnaði til viðtöku merkja frá QO-100 fyrir innan við 10 þús. krónur. Ari […]

,

FRÁ 75 ÁRA AFMÆLISKAFFI ÍRA

Félagið Íslenskir radíóamatörar, ÍRA var stofnað í Reykjavík 14. ágúst 1946. 75 ár voru liðin frá stofnun þess í fyrra (2021). Vegna Covid-19 faraldursins var veisluhöldum frestað þar til sunnudaginn 28. ágúst. Þann dag var opið hús í Skeljanesi og var félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið að líta við og þiggja heitt súkkulaði, kaffi og […]

,

ANNA TF3VB Í SKEMMTILEGU ÚTVARPSVIÐTALI

Anna Henriksdóttir, TF3VB var í útvarpsviðtali í Mannlega þættinum á rás-1 í Ríkisútvarpinu í morgun, 31. ágúst. Anna er listakona og var stofnað til viðtalsins vegna listsýningar Hlutverkaseturs sem verður opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun, 1. september. Þegar í ljós kom í viðtalinu að hún er einnig radíóamatör, var rætt heilmikið um það. […]

,

OPIÐ HÚS 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 1. september. Kaffiveitingar. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Ennfremur móttaka fyrir kort til útsendingar. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

AFMÆLISKAFFI ÍRA ER Á SUNNDAGINN 28. ÁGÚST

Minnum á boð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í tilefni 75 ára afmælis félagsins sunnudaginn 28. ágúst kl. 14 til 17. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og gosdrykki, íslenskar pönnukökur og vöfflur með þeyttum rjóma eða vanilluís og marsipan-rjómatertu. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að koma […]

,

GJAFIR TIL FÉLAGSINS

ÍRA bárust í dag 24. ágúst, eftirfarandi gjafir: 2 stk. Linksys Cisco SR2024 24-port 10/100/1000 Gigabit Switch.Gefandi: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A. Kenwood TR-7625 144-146 MHz 5/25W FM sendistöð.Kenwood RM-76 utanáliggjandi eining fyrir 6 minnisrásir og leitara (e. scanner).Gefandi: Daggeir H. Pálsson, TF7DHP. Stjórn ÍRA þakkar nytsamar gjafir og hlýjan hug til félagsins.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 25. ágúst frá kl. 20-22.   Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

OH1SYL ER QRV FRÁ KATANPÄÄ

Þátttakendur á fundi Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022 sem fram fór í Turku í Finnlandi, hafa nú ferðast til eyjunnar Katanpää (IOTA EU-096) og virkja þaðan kallmerkið OH1SYL í dag, 23. ágúst. QSL via OH5KIZ. Anna og Vala Dröfn voru með ágætt merki í Reykjavík í morgun kl. 10 á 14.244 MHz SSB. […]

,

TF3D TEKUR ÞÁTT Í WSPRNET VERKEFNINU

WSPRnet upplýsingakerfið er rekið af radíóamatörum sem nota „MEPT_ JT“ forrit K1JT fyrir stafrænar sendingar til að kortleggja skilyrði til fjarskipta um heiminn. Kerfið notar merki frá radíóvitum radíóamatöra sem senda út allan sólarhringinn, allt árið um kring á QRP/QRPp afli á tilgreindum tíðnisviðum á 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. Þótt WSPRnet […]