Entries by TF3JB

,

ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra (International Amateur Radio Union, IARU) stofnuð fyrir 93 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni: „Celebrating Amateur Radio‘s Contribution to Society“. Aðildarfélög IARU eru í dag starfandi í 164 löndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum til hamingju með […]

,

EFNI Í CQ TF

Bestu þakkir til þeirra sem þegar hafa sent efni í CQ TF. Áfram verður tekið á móti efni til fimmtudagsins 19. apríl en blaðið kemur út 29. apríl. Efni sem berst eftir 19. apríl verður til birtingar í 2. tbl. sem kemur út í júlímánuði. 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

Yahoo Póstlisti Fluttur

Starfsemi Yahoo póstlista félagins hefur verið flutt á „groups.io“. Nýi póstlistinn er irapostur@groups.io og var opnað fyrir notkun 9. apríl. Félagsmenn (skráðir á eldri listann) eiga að hafa fengið boð um að skrá sig á groups.io Ákvörðun um breytinguna var tekin á stjórnarfundi í ÍRA þann 4. apríl í ljósi ábendingar frá TF3AO, sem vakti […]

,

CQ TF KEMUR ÚT Á NÝ

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar ÍRA þann 4. apríl var ákveðið að hefja á ný útgáfu félagsblaðsins CQ TF. Á fundinum var Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, skipaður ritstjóri, en Doddi hefur áður komið að útgáfu blaðsins sem slíkur. Miðað er við útgáfu 4 tölublaða á starfsárinu. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað […]

,

Úrslit í Páskaleikum 2018

Viðburðurinn fór fram í Skeljanesi 5. apríl. Dagskrá var tvískipt, kynning á úrslitum í Páskaleikunum og afhending verðlauna. Hrafnkell Sigurðsson, TF3KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu. Þar kom m.a. fram, að 24 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í VHF leikunum í fyrra. Færslur voru alls 1026 í gagnagrunni, þar af 26 hlustarafærslur. QSO […]

,

Afhending verðlauna í Páskaleikum

Afhending verðlauna í Páskaleikunum 2018 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:30. Alls tóku tæplega 30 leyfishafar og TF-hlustarar þátt í leikunum. Að sögn Hrafnkels, TF8KY, verður vefsíða leikanna opin til hádegis á fimmtudag (5. apríl) fyrir þá sem eiga eftir að setja inn sambönd eða leiðrétta upplýsingar. Vandaðar kaffiveitingar verða í boði. […]

,

Félagsaðstaðan lokuð á skírdag.

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 29. mars, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 5. apríl. Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

Páskaleikar 2018, kynning 24. mars

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, flutti áhugaverða kynningu í Skeljanesi um Páskaleikana 2018 sem verða haldnir laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. april (páskadag). Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af. Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundur útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Endurvarpi félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS,lagði á fjallið snemma í morgun (14. júní) og tengdi “Pál”; stöðin var fullbúin kl. 09:15. Fyrstu prófanir lofa góðu en þrír leyfishafar prófuðu stöðina skömmu eftir uppsetningu, þ.e. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI(bæði frá eign QTH og /m í Reykjavík), Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML/7 (frá Vestmannaeyjum) og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, […]

,

Fréttir frá aðalfundi Í.R.A. 2013

Aðalfundur Í.R.A. 2013 var haldinn þann 18. maí í Snæfelli, fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt umræðum undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX fundarstjóri og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, fundarritari. Alls sóttu 19 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 […]