Entries by TF3JB

,

GEORG TF2LL FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes 2. maí og flutti erindið „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Eins og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL er ein sú besta hér á landi á meðal radíóamatöra, auk þess sem fjarskiptatæki og annar búnaður stöðvarinnar er í fremstu röð. Erindi Georgs var vel flutt, áhugavert, fróðlegt og […]

,

LAUGARDAGUR 4. MAÍ, OPIÐ Í SKELJANESI

Kaffispjall verður í boði í félagsaðstöðunni laugardaginn 4. maí. Húsið opnar kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og tekur með sér nýjan kínverskan „generator“ sem nær upp í 60 MHz sem hann segir að sé „ótrúlega góður“ miðað við ótrúlega lágt verð. Sérstakur laugardagsgestur er Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri. Margt spennandi […]

,

GEORG TF2LL VERÐUR Í SKELJANESI 2. MAÍ

Georg Magnússon TF2LL kemur í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí og flytur erindi undir heitinu:  „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Líkt og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL ein sú besta á meðal radíóamatöra hér á landi, auk þess sem fjarskiptabúnaður stöðvarinnar er í fremstu röð.  Eftir veðurtjón árin 2015 og 2016 hefur hann endurnýjað […]

,

PÁSKALEIKARNIR, LEIÐRÉTTINGAR OG VERÐLAUN

Sælir félagar! Takk fyrir þátttökuna og frábæra skemmtun í páskaleikunum 2019. Það fréttist af allskonar tilraunum, svaðilförum og uppátækjum…allt til að koma sem mestu í logginn. Nú verður kerfið opið til leiðréttinga fram að næstu helgi. Lokað verður fyrir leiðréttingar á miðnætti aðfaranótt sunnudags 28. apríl. Síðan verður verðlaunaafhending í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi fimmtudagskvöldið […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2019, ORÐSENDING FRÁ TF8KY

Vefurinn er kominn upp og hægt að skrá sig til leiks. Ath. breyttar stigareglur, notum reitakerfið “Maidenhead Locator System” (Grid Locators). Frekari upplýsingar á leikjasíðunni. P.s. Nokkrir „böggar“ til staðar…ennþá er verið að vinna í verkefninu. Vefslóð:  http://vhfleikar.ira.is/Paskar2019/ Góða skemmtun de TF8KY. Viðbótarfréttir 19. apríl kl. 18:00Leikjasíðan uppfærð rétt í þessu. Listi yfir tíðnir sést […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN LOKUÐ Á SKÍRDAG

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, 18. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð þann dag. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

VERÐSKRÁ ÍRA QSL BUREAU HÆKKAR 15. APRÍL

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA QSL Bureau, tilkynnti á aðalfundi félagsins í febrúar s.l. um fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá stofunnar. Forsendur hafa nú verið skoðaðar og hefur QSL stjóri ákveðið að kostnaður fyrir hvert QSL kort hækki frá og með deginum í dag, 15. apríl 2019, úr 9,50 í 10,00 krónur. Hækkunin nemur 5,3%, […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2019 NÁLGAST

Páskaleikarnir 2019 standa yfir í tvo sólarhringa; hefjast laugardaginn 20. apríl kl. 00:01 og lýkur, sunnudaginn 21. apríl kl. 23:59. Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af. Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundir útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa má samband […]