Entries by TF3JB

,

CQ WW DX MORSKEPPNIN Á 160M

CQ WW DX morskeppnin 2021 fer fram um helgina. Keppnin hefst á föstudag 29. janúar kl. 22:00 og lýkur á sunnudag 31. janúar kl. 22:00. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum. QSO punktar. QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 […]

,

UMSÓKNIR/ENDURNÝJUN SÉRHEIMILDA

ÍRA bárust jákvæð svör frá Póst- og fjarskiptastofnun (PSF) í desember s.l. við ósk félagsins um endurnýjun heimilda á 160 metrum og 4 metrum. Um er að ræða tíðnisviðið 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Gildistími er til eins árs; 1.1. til 31.12.2021. Og hins vegar tíðnisviðið 70.000-70.250 MHz. Gildistími er til tveggja ára, 1.1.2021 […]

,

HERMANN KARLSSON TF3KC ER LÁTINN

Hermann Georg Karlsson, TF3KC, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá Frímanni Birgi Baldurssyni, TF1TB, andaðist hann í Landsspítalanum í Fossvogi þann 3. nóvember s.l. Hermann var á 78. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 137. Um leið og við minnumst Hermanns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. […]

,

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGARSKJÖL

ÍRA stóð fyrir þremur fjarskiptaviðburðum á árinu 2020. Um er að ræða: (1) Páskaleikana sem haldnir voru 11.-12. apríl; (2) VHF/UHF leikana sem haldnir voru 10.-12. júlí ; og (3) TF útileikana sem haldnir voru 1.-3. ágúst. Líkt og flestum er kunnugt tókst ekki að afhenda verðlaun og viðurkenningar á árinu 2020 vegna Covid-19 faraldursins. […]

,

HORFUM TIL 18. FEBRÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins. Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 13. janúar og gildir til 17. febrúar n.k. Þrátt fyrir að takmarkanir á samkomum séu nokkuð rýmkaðar (mest 20 manns) er óbreytt ákvæði þess […]

,

DAYTON SÝNINGUNNI 2021 AFLÝST

Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár eru stærstar sem eiga það sameiginlegt að vera, hver um sig, alþjóðlegur vettvangur áhugamálsins. Þetta eru Ham Radio í Friedrichshafen í Þýskalandi, Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum og Tokyo Ham Fair í samnefndri höfuðborg Japans. Dayton Hamvention sýningunni 2021 […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Til fróðleiks voru teknar saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 3.-9. janúar 2021. Kallmerki birtast þar hafi leyfishafi haft samband og/eða heyrt í viðkomandi TF kallmerki og skráð það, auk þess sem hlustarar setja inn skráningar. Þessa viku voru skilyrði ekkert sérstök á HF þannig að yfirleitt er […]

,

TF5B MEÐ YFIR 30.000 QSO

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 30.103 QSO á árinu 2020. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Fjöldi DXCC eininga varð alls 156 og fjöldi staðfestra DXCC eininga alls 151. Forskeyti voru alls 1.956 og CQ svæði 39. Þess má geta að Billi missti niður hluta loftneta sinna um miðjan desember 2019 […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. hefti þessa árs, kemur út fimmtudaginn 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 16. janúar n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Áramótakveðjur og 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.