Entries by TF3JB

,

SAC KEPPNIN Á MORSI 2021

Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – fór fram helgina 18.-19. September s.l. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis. Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag. Gögnum var skilað til […]

,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Ánægjulegt félagskvöld. Góð mæting. Fjörugar umræður og menn hressir. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 færði í hús stóra rjómatertu frá Reyni bakara í Kópavogi sem stundum er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Sagðist hann vilja deila henni með félögunum því hann ætti 71 árs afmæli þennan fimmtudag. Menn létu ekki segja sér það tvisvar,  og […]

,

VERÐLAUNA- OG VIÐURKENNINGAHAFAR 2021

Úrslit í fjarskiptaviðburðum félagsins á árinu 2021 liggja nú fyrir: PÁSKALEIKAR ÍRA 2.-4. APRÍL 2021. 1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.2. sæti. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.3. sæti. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN. VHF/UHF LEIKAR ÍRA 9.-11. JÚLÍ 2021. 1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.2. sæti. Magnús Ragnarsson, TF1MT.3. sæti. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, TF ÚTILEIKAR ÍRA 31. […]

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 16.-22. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí, júní og ágúst á þessu ári. Alls fengu 13 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRLEYFIS 4. OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Innkomin QSL kort hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að […]

,

BILUN Í KIWISDR Í BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækið yfir netið í Bláfjöllum hefur verið úti í nokkra daga vegna bilunar. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lagði á fjallið og sótti viðtækið í fyrradag og er það nú til viðgerðar. Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum og sérstaklega eftir 20. ágúst s.l., þegar gerðar voru ráðstafanir […]

,

35. CQ WW RTTY DX KEPPNIN

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2021 fer fram um helgina. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 25. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 26. september kl. 23.59. Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Í EVRÓPU

ÁRÍÐANDI! ÍRA hafa borist upplýsingar um fjórar tíðnir á HF sem hefur verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra, eftir að eldgos hófst á eyjunni La Palma á Kararíeyjum síðdegis á sunnudag (19. september). Tíðnirnar eru: 80 metrar: 3.760 MHz. 40 metrar: 7.110 MHz. 20 metrar: 14.300 MHz. 15 metrar: 21.360 MHz. Þess er farið […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað 2021, kemur út sunnudaginn 17. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 30. september n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Síðsumarskveðjur og 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.