Entries by TF2JB - Jónas Bjarnason

,

CQ TF, 2. tbl. 2013 er komið út

Nýtt hefti félagsblaðs Í.R.A., CQ TF, er komið út. Hér er aprílheftið 2013 á ferðinni. Njótið lestrarins! Blaðið hefur verið sent félagsmönnum í tölvupósti. Hafi einhver ekki fengið blaðið er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við undirritaðan. Eintak af blaðinu (í aukinni upplausn) hefur verið sett inn á vefsíðu CQ TF á heimasíðunni til […]

,

Lokað í Skeljanesi fimmtudaginn 25. apríl

Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 25. apríl n.k. sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 2. maí, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með stöðuskýrslu starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti (nánar kynnt þegar nær dregur). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

,

Tvær vikur í próf til amatörleyfis þann 4. maí

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel. Aðeins eru eftir 4 kennsludagar, auk upprifjunardags., en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 4. maí kl. 10:00 árdegis. Prófstaður: Kennslustofa Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, V108. Vakin er athygli á að próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis er opinbert próf og öllum opið. Þátttaka í námskeiði Í.R.A. til […]

,

Starfshópur um fjaraðgang er á fimmtudag

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Starfshópur félagsins um fjaraðgang mun gefa félagsmönnum stöðuskýrslu um verkefnið. Þess skal getið, að starfshópnum voru ekki settar tímaskorður í vinnu sinni, enda mikilvægt að tekið sé tillit til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er í mótun um þessar mundir. Starfshópinn skipa þeir Yngvi Harðarson, TF3YH, formaður; […]

,

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl

Alþjóðadagur radíóamatöra er þann 18. apríl n.k. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra (International Amateur Radio Union, I.A.R.U.) stofnuð fyrir 89 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni: „Amatör radíó: önnur öld neyðarfjarskipta gengur í garð” (e. Amateur Radio: Entering Its Second Century of Disaster Communications). Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í 166 löndum heims með rúmlega […]

,

TF3Y á síðustu sunnudagsopnun vetrarins

Síðasta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 14. apríl n.k. Yngvi Harðarson, TF3Y segir frá reynslu sinni af SteppIR Yagi loftnetum, en hann hefur um nokkurra ára skeið átt og notað eitt slíkt. Æ fleiri íslenskir leyfishafar hafa fest kaup á SteppIR loftnetum síðustu misseri eða keypt loftnet frá helsta samkeppnisaðila SteppIR, UltraBeam á Ítalíu. Húsið verður opnað kl. 10 […]

,

TF3EE, TF3JB og TF8GX með fimmtudagserindið

                Erling Guðnason, TF3EE; Jónas Bjarnason, TF3JB; og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX flytja næsta erindi á vetrardagskrá félagsins, sem haldið verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Þeir félagar munu segja frá og kynna, í máli og myndum, stærstu árlegu amatörsýningarnar sem haldnar eru í heiminum, þ.e. Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum, Ham […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel og var mikill hugur í þátttakendum þegar tíðindamaður leit við í kennslustofu V108 í Háskólanum í Reykjavík í gær, föstudaginn 6. apríl. Þá urðu kennaraskipti þegar Andrés Þórarinsson, TF3AM við við kennslu af Hauki Konráðssyni, TF3HK. Þetta var 15. kennslukvöldið (af 22), en námskeiðinu lýkur með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar laugardaginn 4. […]

,

Sunnudagsopnun frestast um viku

Áður auglýst sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar sunnudaginn 7. apríl fellur niður, en verður þess í stað haldin viku síðar, þ.e. sunnudaginn 14. apríl kl. 10:30-12:00. Yngvi mun tala um reynslu sína af SteppIR 2E Yagi loftnetinu. Viðburðurinn verður auglýstur á ný þegar nær dregur.

,

CQ TF liggur nú frammi í Skeljanesi.

Félagsrit Í.R.A., CQ TF, hefur einvörðungu komið út á rafrænu formi frá og með 3. tölublaði í júlí 2012. Frá þeim tíma hefur blaðinu verið dreift til félagsmanna um tölvupóst í þokkalegum gæðum, en það síðan verið til niðurhals á vefsíðu blaðsins á heimasíðu félagsins í auknum gæðum, sem gera það mun flettivænna. Í ljósi óska og ábendinga frá […]