Entries by TF3JB

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2023/24

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2023, kom saman á 1. fundi 2. mars og skipti  með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2023/24 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður.Georg Kulp, TF3GZ ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA. .

,

ARRL SSB KEPPNIN 2023 – 4.-5. MARS

SSB hluti ARRL International DX keppninnar 2023 verður haldinn 4.-5. mars n.k. Keppnin stendur í tvo sólarhringa; hefst á miðnætti á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er við aðrar stöðvar radíóamatöra í Bandaríkjunum og Kanada. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 2. mars frá kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Nokkuð hefur bæst við af radíódóti. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

CQ WPX RTTY 2023, BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR

CQ WPX RTTY keppnin 2023 fór fram 11.-12. febrúar s.l. Keppnisgögn fyrir 7 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók. Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL.TF1AM – 2.596.854 heildarpunktar; nr. 31 yfir heiminn; nr. 14 í […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 23. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 23. febrúar. Sérstakir gestir okkar voru þeir Arngrímur Jóhannsson, TF5AD frá Akureyri og James P. Kooistra, KB8VUC sem er búsettur Wayland í Michiganríki í Bandaríkjunum. Góð mæting, umræður á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 20M SSB. Mikið var rætt um HF stöðvar og nýjar VHF/UHF […]

,

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2022/23

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 239 […]

,

CQ WW SSB 160 METRA KEPPNIN 2023

CQ WORLD WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram 24.-26. febrúar.  Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim. QSO punktar: QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar. Margfaldarar: Einingar á DXCC […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka og raða innkomnum kortum. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2023

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 27 félagar fundinn. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2023/24: Jónas Bjarnason, TF3JB, […]