Entries by TF3JB

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FEBRÚAR-MAÍ 2019

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. febrúar n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 11. maí. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, […]

,

MÆLINGAR OG PÆLINGAR Í SKELJANESI Í JANÚAR

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A mætti með mælitækin í Skeljanes laugardaginn 5. janúar. Að þessu sinni voru sérstaklega til skoðunar gæði í sendingum á einhliðarbandsmótun (SSB) frá nokkrum þekktum amatörstöðvum á 14 MHz. Þessar stöðvar voru: ELECRAFT KX-2, ICOM IC-706, IC-7300 og IC-7620, KENWOOD TS-2000 og YAESU FT-1000. Allar stöðvarnar stóðust lágmarkskröfur.  Ari Þórólfur hefur til […]

,

Laugardagur 5. janúar í Skeljanesi

Ari Þór Jóhannesson TF1A kemur með mælitækin í Skeljanes á morgun, laugardag 5. janúar. Hugmyndin er að skoða útsendingargæði nokkurra amatörstöðva; m.a. að skipta út hljóðnemum og skoða tíðnisvörun og hvernig má varast að nota of mikla mögnun. Húsið opnar kl. 14. Kaffi á könnunni.

,

ÁRAMÓTAHREINSUN ÍRA QSL BUREAU 3. JANÚAR

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/19 er fimmtudagskvöldið 3. […]

,

Næst opið í Skeljanesi 3. janúar 2019

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 27. desember 2018. Húsið verður næst opið fimmtudaginn 3. janúar 2019 kl. 20-22. Jóla- og áramótaóskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Stjórn ÍRA.  

,

MIKIL ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2018 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 20. desember og var það síðasta opnunarkvöld í Skeljanesi á þessu ári. Í boði voru rjómatertur frá Reyni bakara, stundum kenndar við Hressingarskálann í Reykjavík (Hressó) og af dönskum uppruna. Síðan voru flatkökur frá Kökugerð HP á Selfossi með taðreyktu hangiáleggi frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri, brúnar og […]

,

JÓLAKAFFI ÍRA VERÐUR Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. desember. Veglegar kaffiveitingar. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

,

Frábær APRS laugardagur í Skeljanesi

Líkt og fram kom í lok APRS erindis Guðmundur Sigurðssonar TF3GS, s.l. fimmtudagskvöld, bauðst Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A til að lána strax, búnað til að gera félagsstöðina QRV á APRS. Og í dag, laugardaginn 15. desember varð sambyggð stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) QRV frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA […]