MÆLINGAR OG PÆLINGAR Í SKELJANESI Í JANÚAR
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A mætti með mælitækin í Skeljanes laugardaginn 5. janúar.
Að þessu sinni voru sérstaklega til skoðunar gæði í sendingum á einhliðarbandsmótun (SSB) frá nokkrum þekktum amatörstöðvum á 14 MHz. Þessar stöðvar voru: ELECRAFT KX-2, ICOM IC-706, IC-7300 og IC-7620, KENWOOD TS-2000 og YAESU FT-1000. Allar stöðvarnar stóðust lágmarkskröfur. Ari Þórólfur hefur til skoðunar að taka saman greinargerð til birtingar í CQ TF.
Gæði í sendingu voru skoðuð á mismunandi afli. Skoðað var m.a. afleiðing þess að skrúfa upp mögnun til að kalla fram bjögun og fylgst með aflestri á ALC-mæli um leið. Prófuð voru áhrif á gæði í sendingu með innsetningu talpressu (e. processor) og prófanirnar gerðar á mismunandi afli. Fram kom m.a. að venjulegur aflmælir sýnir kannski mest 10W þegar notuð er einhliðabandsstöð á fullu afli (100W) út í loftnet eða gerviálag, en til að fá „raunverulega“ aflmælingu þarf að nota PEP aflmæli.
Alls mættu 12 félagar og 2 gestir í Skeljanes þennan ágæta laugardagseftirmiðdag. Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A eru hér með færðar bestu þakkir fyrir skemmtilegan viðburð og fróðlegar tilraunir. Hugmyndin er að hittast á ný að 2 vikum liðnum með nýtt verkefni (verður auglýst síðar).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!