Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á MORGUN, 30. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið í dag, miðvikudag, og verður búinn að flokka innkomin kort. Framundan eru TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, verður á staðnum og svarar spurningum, auk þess sem […]

,

VELKOMIN Í SKELJANES 30. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka innkomin kort. Síðast bárust 8 kg…og því ekki ólíklegt að svipað magn berist þessa vikuna þar sem QSL stofur um allan heim eru komnar […]

,

FRÁBÆRAR FRÉTTIR, TF3RPE ER QRV

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Árni Þór Ómarsson, TF3CE gerðu góða ferð á fjallið Búrfell síðdegis í dag, sunnudaginn 26. júlí. Og nákvæmlega kl. 20:00 varð TF3RPE, Búri, QRV á ný. Þetta eru frábærar fréttir. Þegar þetta er skrifað er endurvarpinn búinn að vera rúmt korter í loftinu og menn eru að […]

,

GÓÐAR FRÉTTIR, TF3RPE QRV BRÁÐLEGA

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll að morgni fimmtudagsins 23. júlí og skiptu um loftnet við endurvarpann TF3RPE. Nýja Kathrein loftnetið hefur komið mjög vel út. Að því verkefni loknu, héldu þeir félagar ferðinni áfram að fjallinu Búrfelli, þar sem endurvarpinn TF3RPE (Búri) er staðsettur, en hann hafði […]

,

GÓÐ FERÐ Í BLÁFJÖLL OG Á BÚRFELL

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í morgun, fimmtudaginn 23. júlí og settu upp Kathrein loftnet fyrir endurvarpann TF3RPB. Nýja netið er samsett úr tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman. Árangurinn lét ekki á sér standa og var merkið úr Bláfjöllum betra bæði hjá TF1EIN í […]

,

RADIO RIVISTA Í BOÐI ARI

Landsfélag radíóamatöra á Ítalíu (ARI), hefur ákveðið að bjóða radíóamatörum um allan heim opinn aðgang að júlí-ágústhefti félagsblaðsins Radio Revista. Blaðið er á ítölsku. Á síðunni má hlaða blaðinu niður á PDF formi og nota þýðingarforrit í boði á netinu. Jafnframt er boðið niðurhal á félagsblaðinu frá og með 4. tbl. 2020. ÍRA þakkar ARI […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. júlí frá kl. 20:00. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. Mathías Hagvaag, QSL stjóri félagsins, tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka innkomin kort. Vegna COVID-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes […]

,

HELGARTILTEKT Í SKELJANESI

Líkt og skýrt er frá (sjá frétt neðar), var hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallaranum í Skeljanesi. Síðdegis 16. júlí var dótið sótt upp á Vatnsendahæð og flutt að nýju […]

,

RADÍÓDÓT FÉLAGSINS AFTUR KOMIÐ Í HÚS

Hluti af eldri tækjum og búnaði í eigu ÍRA voru flutt til bráðabirgða til geymslu í stöðvarhúsi RÚV á Vatnsendahæð árið 2017 eftir að vatn flæddi inn í herbergi okkar í kjallara hússins í Skeljanesi. Þetta dót hefur verið þar síðan. Skömmu fyrir miðjan júlí bárust boð frá Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, starfsmanni RÚV, þess […]

,

VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD 16. JÚLÍ

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 16. júlí. Að venju voru fjörugar umræður yfir kaffinu. DX’inn er ætíð ofarlega á dagskrá og félagarnir sögðu frá góðum skilyrðum, m.a. niður í Kyrrahafið (KHT, ZL og VK) og til Afríku (D2 og S7). Þá voru líflegar umræður um stöðvar, tilheyrandi búnað og loftnet sem menn eiga í […]