,

GÓÐAR FRÉTTIR, TF3RPE QRV BRÁÐLEGA

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll að morgni fimmtudagsins 23. júlí og skiptu um loftnet við endurvarpann TF3RPE. Nýja Kathrein loftnetið hefur komið mjög vel út.

Að því verkefni loknu, héldu þeir félagar ferðinni áfram að fjallinu Búrfelli, þar sem endurvarpinn TF3RPE (Búri) er staðsettur, en hann hafði verið QRT um tíma. Eftir athugun, kom í ljós að Búri var bilaður og tóku þeir félagar stöðina í bæinn til viðgerðar.

Samkvæmt upplýsingum frá TF1A, lauk hann við viðgerð á stöðinni í gær (laugardag). Hann er bjartsýnn um að það verði ferð austur fljótlega og þá verður Búri tengdur og QRV á ný.

Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir vel heppnað verkefni og til Ara fyrir viðgerð á stöðinni.

Stjórn ÍRA.

TF3RPE (Búri) er búinn endurvarpsstöð félagsins sem er af gerðinni Kenwood TKR-750.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − eleven =