Entries by Ölvir Sveinsson

,

Fréttablaðið: Áhugamál og almannavarnir

„Íslenskir radíóamatörar eru samtök áhugamanna um tækni og fjarskipti svo og samskipti. Félagið hefur verið starfrækt frá 1946 og félagar eru um 150 talsins,“ segir Hrafnkell Eiríksson, verkfræðingur og nýskipaður formaður. Hann hefur verið radíóamatör í tíu ár en til þess þarf fyrst að sækja námskeið og síðan standast próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. „Þetta […]

,

Mbl: Hvað er amatörradíó?

Haraldur Þórðarson fjallar um radíóamatöra Haraldur Þórðarson fjallar um radíóamatöra: “Margar björgunarsveitir landsins hafa innan sinna raða einmitt menn sem eru radíóamatörar þannig að við komum víða að.” RADÍÓAMATÖR ! Hvað er nú það? Við sem höfum þetta að áhugamáli erum oft spurðir að þessu. Og eins og gefur að skilja er stundum erfitt að […]

,

Mbl: Reistu fjarskiptabúðir á eyjunni Pétri fyrsta

Hópur radíóamatöra fór í svokallaðan DX-leiðangur Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HÓPUR radíóamatöra steig nýverið á land á eyjunni Pétri fyrsta, sem er við Suðurskautslandið. Færri hafa stigið fæti á eyjuna heldur en hafa farið út í geim. HÓPUR radíóamatöra steig nýverið á land á eyjunni Pétri fyrsta, sem er við Suðurskautslandið. Færri hafa stigið […]

,

Mbl: Nokkurs konar forveri netspjallsins

Kvenradíóamatörar hittast á Íslandi   Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var haldið í Reykjavík í vikunni. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FYRSTA formlega þing SYLRA, sem eru norræn samtök kvenradíóamatöra, var […]

Mbl: “Ég er konungur hér um slóðir”

MEÐAL þeirra sem samhryggst hafa Jórdönum vegna fráfalls Husseins Jórdan- íukonungs eru radíóamatörar víðs vegar um heiminn, en konungurinn var um langt árabil virkur radíóamatör. Vitað er um fáeina íslenska radíóamatöra sem komust í samband við konunginn í krafti þessa sameiginlega áhugamáls þeirra. Einn þeirra er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur og radíóamatör. “Þetta var óvenjulegt, ekki […]

,

Mbl: Gervitungl til auglýsingaútsendinga

Swatch-úraframleiðandinn hefur sammælst við rússnesku geimferðastofnunina um að nýta gervitungl til auglýsingaútsendinga utan úr geimnum. Swatch hyggst nýta gervitunglið til að auglýsa gervihnattaboðtæki sem fyrirtækið kallar Beepbox, en einnig til að kynna “Nettíma”, sem fyrirtækið vill að komi í stað tímabelta. Radíóamatörar hafa mótmælt þessu tiltæki harðlega. Samkvæmt yfirlýsingu Swatch mun gervitunglið senda út á […]

,

Mbl: Radíóamatörar

FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og efla radíókunnáttu Íslendinga og stuðla þannig að tækniframförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar. Radíóamatörar Fjarskipti Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli, segir Haraldur Þórðarson , og eru […]

,

MBL: Radíóamatörar og neyðarfjarskipti

17. MAÍ ár hvert er haldinn hátíðlegur Alþjóðafjarskiptadagurinn, en þennan dag fyrir 132 árum var stofnað Alþjóðafjarskiptasambandið (International Telecommunication Union). Þema þessa árs er: Neyðarfjarskipti. Lögð er áhersla á hve mikilvægur hlekkur í öllu hjálparstarfi er, að fjarskipti séu í lagi. Félag íslenskra radíóamatöra, skammstafað ÍRA, var stofnað 1946. Íslenskir radíóamatörar hafa, segja Ársæll Óskarsson […]

,

MBL: “Radíóamatör? Hvað er nú það?”

  Um 700 þúsund manns um allan heim stunda þetta tómstundagaman þ.á.m. Hússein Jórdaníukonung. Að undanförnu hafa radioamatörar eða útvarpsáhugamenn komið nokkuð fram í fréttum, m.a. í sambandi við jarðhræringarnar í Mývatnssveit. Til þess að fá nánari vitneskju um starfsemi þeirra hafði Morgunblaðið stutt viðtal við Kristinn Andersen menntaskólanema sem er áhugamaður á þessu sviði. […]