,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2010

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.03.30 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3GL og TF3BJ boðuaðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 18:03 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 8/2010 (frá 16. febrúar 2010) var lögð fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Erindi TF1JI um heimild til að setja upp 2m/70cm krossband endurvarpa í stað TF3RPB í Bláfjöllum (a.m.k. á meðan TF1RPB er bilaður/ónothæfur) lagt fram. Hugmynd Jóns er að nota tíðnina 145.500 MHz og finna sambærilega tíðni á 70 cm (í samræmi við bandplan). Samþykkt með öllum atkvæðum nema TF3SNN, að ÍRA styðji tilraunina.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Formaður vakti athygli á ákvæðum í 16. og 26. gr. félagslaga, annarsvegar hvað varðar að fundarboð skuli póstlagt með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara og hinsvegar, að berist stjórn frumvörp til lagabreytinga skuli þau send út saman með fundarboði. Samþykkt að fara þess á leit við ritstjóra CQ TF að þetta efni verði fylgi með í 2. tbl. blaðsins.
  2. TF3EE, gjaldkeri félagsins, kynnti stöðu félagssjóðs. Fram kom m.a., að fjárhagur er góður. Alls hafa um 160 manns hafa greitt félagsgjöld á árinu.
  3. Önnur atriði. Rætt um tilvist nýliðasjóðs. Sveinn, TF3SNN telur að heimild sé til staðar um stofnun þess háttar sjóð. Framlög í sjóðinn hafi m.a. verið fengin með sölu á flóamarkaði.

5. Atriði er varða félagið

  1. Vegna óska félagsmanna um útlán á bókum og diskum í eigu félagsins, var samþykkt heimild þess efnis, að lána megi út handbækur og diska í eigu félagsins. Haldið skal vel utan um útlán og þau skráð í þar til gerða bók. Útlánstími verði að jafnaði ekki lengri en vika í senn.
  2. Rætt um móttöku gjafa til félagsins. Skerpa þarf á skráningu gjafa til félagsins.
  3. Flóamarkaður hefur verið auglýstur sunnudaginn 11. Apríl n.k. Félagið mun selja gamla kompónenta og hluti. Sveinn, TF3SNN og Guðmundur, TF3SG munu hittast í vikunni og taka saman þá hluti og verðsetja.
  4. Staða loftneta. Endurnýja þarf 80 metra spólu og topp á Hustler vertikal. Samþykkt að fresta kaupum á loftnetshlutum fram yfir aðalfund.
  5. Vinnudagur vegna uppsetningar á VHF/UHF loftnetum var ákveðinn sunnudaginn 18. apríl n.k. með fyrirvara um að veður hamli ekki.
  6. Heimasíða Í.R.A. og spjallþræðir félagsins. Sveinn, TF3SNN hefur boðað útlitsbreytingar á síðunni, og mun vinna að breittri uppsetningu hennar í þrjá dálka.

6. Önnur mál

  1. „Calendar” dags. 17. mars 2010 frá IARU Svæði 1 lá frammi á fundinum. Tekið var fyrir „Proposal 246″ sem varðar inngöngu landsfélags radíóamatöra í Svartfjallalandi (MARP). Meðmæli samþykkt og formanni falið að fylla út og senda tilheyrandi eyðublað til IARU.
  2. Stefán Þórhallsson, TF3S, hefur fært félaginu að gjöf mælitæki og bækur. Mælitækjunum hefur verið komið fyrir í smíðaaðstöðui og eru Stefáni færðar innilegar þakkir frá félaginu.
  3. Guðlaugur Ingason, TF3GN, hefur fært félaginu að gjöf innbundið hefti af 15. tbl. Útvarpstíðinda frá septembermánuði 1946. Guðlaugi eru færðar innilegar þakkir fyrir.
  4. Rætt um hvernig standa skuli að móttöku gjafa sem félaginu berast.
  5. Tíðnimál. Rætt um auknar aflheimildir og aukið samfellt tíðnisvið á 5MHz í ljósi erindis félagsins til PFS dags. 13. janúar s.l. Formaður skýrði frá því að hafa nýlega átt óformlegan fund með HRH og kvaðst bjartsýnn á að svar muni berast eftir páska.
  6. Ekki er enn búið að fylla í stöðu QSL Manager. Formaður hefur tekið þau kort sem félaginu hafa borist heim til sín til flokkunar.

7. Dagsetning næsta stjórnarfundar

Stefnt er að því að halda næsta stjórnarfund ca. 2 vikum fyrir aðalfund.

8. Fundarslit

Fundi slitið kl 20.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 1 =