,

4. Stjórnarfundur ÍRA 2010

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.05.08 kl 12.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL og TF1JI boðuðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 12:05 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 9/2010 (frá 30. mars 2010) var lagt fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Lagt fram erindi til umsagnar frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 29. f.m. er varðar umsókn Claudio Corcione um íslenskt kallmerki. Hann hefur kallmerkið KJ4MLX og er handhafi “General” leyfisbréfs frá FCC. Hann hefur jafnframt kallmerkið IC8BNR og er handhafi “A” leyfisbréfs frá ítalska PFS. Claudio hefur ekki framvísað HAREC leyfisbréfi frá Ítalíu. Engu að síður var samþykkt að Í.R.A. mæli með úthlutun PFS á N-leyfisbréfi til hans á grundvelli “General” leyfisbréfs hans með tilvísan í 9. gr. reglugerðarinnar annarsvegar, og hinsvegar, þar sem Ísland er aðili að “EEC Recommendation (05)06”; sbr. viðauka á bls. 6 í útgáfu 2009, þar sem segir: “National novice licences of non-CEPT countries equivalent to the CEPT Novice Licence” er sambærilegt “General” leyfi í Bandaríkjunum.
  2. Erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um gerð tilraunar með útsendingar frá félagsstöðinni yfir Internetið. Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins til næsta stjórnarfundar og TF3JA verði boðið að verða gestur fundarins vegna málsins.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Skýrsla um starfsemi félagsins. Formaður, TF2JB, kynnti drög að skýrslu um starfsemi félagsins 2009-2010. Drögin skiptast í þrjá hluta. Í fyrsta lagi, umfjöllum um starfsemina á starfsárinu. Í öðru lagi eru birtar fundargerðir stjórnar; og í þriðja lagi, ýmiskonar fylgiskjöl sem tilheyra starfsárinu. Stjórnarmenn komu með ábendingar á fundinum um það sem betur má fara, en voru að öðru leyti ánægðir með drögin. Miðað er við að dreifa skýrslunni á aðalfundi og vista í framhaldi á heimasíðu félagsins.
  2. Ársreikningur. Gjaldkeri, TF3EE, kynnti ársreikning félagsins sem vinnuplagg. Miðað fer við að reikningurinn verður tilbúinn og undirritaður af endurskoðendum n.k. fimmtudag. Varaformaður, TF3SG, var gjaldkera til aðstoðar og er ársreikningurinn afar vel upp settur og greinargóður. Greidd félagsgjöld voru alls 163 samanborið við 123 á fyrra tímabili. Aukning er 33%. Skráðir félagsmenn eru 204 samanborið við 176 á fyrra tímabili. Aukning er 16%.
  3. Önnur atriði. (1) TF3SNN, tekur að sér sem spjaldskrárritari, í samvinnu við gjaldkera, að setja upp og annast sérstaka skrá yfir félaga sem greitt hafa félagsgjald. (2) TF3SG, hefur áhyggjur af að aðalfundarboð hafi ekki borist öllum. Fram kom, að boðað hafi verið til aðalfundar á heimasíðu og á póstlista 2. apríl s.l. í tengslum við ábendingu um að lagabreytingar þyrftu að berast stjórn fyrir 15. apríl. Þá var auglýsing með aðalfundarboði birt í forútgáfu CQ TF 23. apríl á heimasíðu og síðan, í endanlegri útgáfu á sama stað 27. apríl. Í 16. gr. félagslaga segir: “Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.” Samkvæmt því, hefði þurft að póstleggja CQ TF til þeirra sem óska eftir pretnaðri útgáfu CQ TF (en eru t.d. ekki með tölvu) eigi síðar en 1. maí s.l. Sá dagur og sá næsti eru hins vegar frí- og helgidagar, þannig að blaðið hefði þurft að póstleggjast eigi síðar en 3. maí s.l. Hringt var í ritstjóra af fundinum til að spyrjast fyrir um það, en ekki náðist samband við hann. Ljóst er, að ef CQ TF hefur farið í póst seinna en 3. maí 2010 þarf að leita afbrigða á aðalfundi hvað varðar 16. gr. félagslaga.

5. Samþykkt útgjöld félagssjóðs

  1. Samþykkt, að tillögu TF2JB, að félagssjóður festi kaup á New-Tronics Hustler G6-144B loftneti fyrir TF3RPC. Áætlaður kostnaður er um 35 þúsund krónur.
  2. Samþykkt, að tillögu TF3SNN, að félagssjóður festi kaup á “headphone preamplifier” fyrir Vita- og vitaskipahelgar. Áætlaður kostnaður er um 9 þúsund krónur.

6. Önnur mál

  1. Fram kom undir dagskrárliðnum að tekjur af flóamarkaði námu 3.100 krónum.
  2. Læsing heimasíðunnar var rædd, m.a. hvað varðar aðgang að félagsblaðinu CQ TF.
  3. Fært er til bókar að nú hefur staða QSL-stjóra verið mönnuð af TF3SG.
  4. Þar sem þetta var síðasti stjórnarfundur starfsársins tókust menn í hendur og þökkuðu hver öðrum ánægjulega viðkynningu og góð störf í þágu félagsins.

7. Fundarslit

Fundi slitið kl 13.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 3 =