,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2010

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.02.16 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (2010.01.08) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

 1. Erindi PFS dags. 25. janúar 2010 vegna umsagnar um umsókn TF8GX f.h. Radíóklúbbs Reykjaness um úthlutun á kallmerkinu TF7X til notkunar í Vestmannaeyjum í IOTA-keppninni 24.-25. júlí 2010
  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en TF3SG á móti. Óskaði hann eftir að fært væri til bókar að þar sem TF4X hafi verið úthlutað varanlega til klúbbstöðvar sé ekki við hæfi að úthluta kallmerki með viðskeytinu X. TF2JB óskaði eftir að fært væri til bókar að tillaga eins-stafs-nefndar á aðalfundi 2009, um að unnt sé að mæla með eins-stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða til keppnisþátttöku, hafi verið samþykkt þar samhljóða. Einnig hefði hann áður verið í símasambandi við TF4X og TF3Y, sem hvorugur hafði neitt við slíka tímabundna úthlutun að athuga.
 2. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3HQ til notkunar í árlegum sumarkeppnum IARU.
  Samþykkt samhljóða að mæla með úthlutuninni til PFS til tímabundinnar notkunar 10.-11. júlí 2010.
 3. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3TEN til notkunar fyrir radíóvita í 10 metra bandinu.
  Frestað.
 4. Erindi TF1JI um gerð krossband “repeater” tilraunar í Bláfjöllum.
  Frestað.

4. Ákvörðun um erindi til PFS vegna fyrirhugaðs amatörprófs

Samþykkt að fela formanni að falast eftir heimild til prófhalds til PFS þegar dagsetning liggur fyrir.

Undir þessum lið var einnig greint frá niðurstöðum úr prófinu 23. janúar s.l.

5. PFS-málefni lögð fram til kynningar.

 1. Sent erindi til PFS dags. 2010.01.13 vegna umsóknar um 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz böndin.
 2. Sent erindi til PFS dags. 2010.10.2.2010 framhaldserindi sérstaklega vegna umsóknar um 500 kHz.
 3. Mótttekið erindi frá PFS dags. 2010.01.31 heimild fyrir nýju QTH og nýrri QRG fyrir TF3RPA.
 4. Minnisblað um viðræður við PFS 2010.02.03 um aflheimildir á 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum.

6. Aðalfundur Í.R.A. 2010

Tillaga um endurskoðun áður ákveðinnar dagsetningar fundarins 29. maí vegna CQWW-keppninnar, og að hann verði í staðinn haldinn 22. maí. Samþykkt.

TF2JB greindi frá því að hann hefði samið um salarleigu 25.000 auk 350 kr. fyrir kaffi. Samþykkt.

7. Fyrirkomulag stjórnarfunda, m.a. hvað varðar dagskrár og fundargerðir

Samþykkt að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem fundargerðir stjórnar eru samþykktar á næsta stjórnarfundi á eftir og gerðar opinberar í næsta CQ-TF og á vef félagsins, auk þess að fundargerðin er prentuð út og hengd upp í sjakknum í félagsaðstöðunni.

8. Ýmis atriði sem varða félagið

 1. www.ira.is
  TF3SN lýsti yfir áhuga á að koma að endurbótum á skipulagi vefsíðna félagsins. Ritari TF3GL kvaðst í framhaldi vilja skipa TF3SN ritstjórnarfulltrúa vegna vefsvæða ira.is, og samþykkti TF3SN þá tilhögun. Áfram er stefnt að því að ráða ritstjóra að vefsvæðum félagsins.
 2. Nýliðasjóður
  TF3SN óskaði eftir að athugað yrði með hvort þessi sjóður sé enn til. Gjaldkeri TF3EE mun setja sig í samband við fyrri gjaldkera og athuga með þetta.
 3. Daglegur rekstur TF3IRA
  Stöðvarstjóri TF3SN óskar eftir að komið verði til móts við þörf á að leggja út fyrir rekstrarvörum. TF3GL lagði til að gjaldkeri sæi til þess að TF3SN hafi hverju sinni undir höndum tilhlýðilega fjárhæð úr félagssjóði (10-20 þúsund krónur) til að standa straum að þessu.
 4. Vetrardagskrá og sunnudagsopnanir
  Sunnudagsopnanir verða út marsmánuð.
 5. Staða nefndar um endurúthlutun kallmerkja
  TF2JB greindi frá því að nefndin sé nálægt því að skila niðurstöðu.
 6. Staða morseæfinga
  Að sögn TF2JB er útsending morseæfinga hætt að sinni.
 7. Embættismenn: QSL Manager
  Formaður sagði leit í gangi og hann byggist við að geta mannað stöðuna fljótlega.
 8. Aðkoma Í.R.A. að “Opnum dögum” í Tækniskóla Íslands 25.-27. febrúar n.k.
  Samþykkt að koma þessu á framfæri við félagsmenn.
 9. Kostnaðarhlutdeild í samrekstri húsnæðis
  Lagt var til að Í.R.A. tæki þátt í rekstri þjófavarnarkerfis með 2000 krónum á mánuði. Samþykkt af öllum greiddum atkvæðum nema TF3SN.
 10. Tryggingar
  TF3EE mun skoða hvort uppfæra þurfi vátryggingarfjárhæð tækjabúnaðar félagsins.

9. Látnir félagsmenn

Eggert Steinsen rafmagnsverkefærðingur, TF3AS, andaðist 15. janúar s.l. Eggert var gerður að heiðursfélaga í Í.R.A. 15. janúar árið 2005. Útför hans fór fram 25. janúar s.l. Félagið sendi blóm til minningar um Eggert og minningarkort frá Krabbameinsfélagsfélaginu. Þá hefur undirritaður ritað stutta grein um Eggert heitinn sem mun birtast í 1. tbl. CQ TF 2010.

Guðlaugur Grétar Kristinsson fv. flugumferðarstjóri, TF3MEN, andaðist 29. janúar s.l. Tilkynning mun hafa birst í Morgunblaðinu 9. febrúar s.l. um lát hans og að útförin hafi þegar farið fram. Félagið sendi minningarkort um Guðlaug heitinn frá Krabbameinsfélaginu.

10. Önnur mál

Engin mál voru á dagskrá undir liðnum önnur mál.

11. Ákvörðun um dagtsetningu og tímasetningu næsta stjórnarfundar

Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar verður tekin þegar nær dregur páskum.

12. Fundarslit

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − two =