Entries by TF3JA - Jón Þóroddur Jónsson

,

CQ WW DX er um næstu helgi

CQ WW DX SSB-keppnin er um næstu helgi, 26-27 október og hefst á miðnætti föstudagsins. CQ WW DX SSB og CW eru tvímælalaust einar mestu og skemmtilegustu keppnir ársins. Hverjir vilja setjast í stólinn og kalla CQ de TF3W frá félagsstöðinni á splúnkunýjum magnara? Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við formann ÍRA sem fyrst.  Skráning til þáttöku í CW hluta keppninar […]

,

Yaesu Quadra VL – 1000

Mjög var ánægjulegt að frétta af HF magnarakaupum IRA í síðustu viku, og enn ánægjulegra að fá fréttir af því að magnarinn er kominn til landsins, uppsettur og prófaður með góðum árangri í Skeljanesinu. Af þessu tilefni langar mig að færa þeim fjölmörgu félögum okkar sem lögðu peningasöfnun fyrir magnaranum lið sl. vetur innilegar þakkir.  […]

,

TF2RPJ fór í loftið í gær

TF2RPJ, ICOM endurvarpi, 50 wött, var settur í loftið í gær á Álftanesi, Mýrum Borgafirði. Við endurvarpann er sérsmíðað fokhelt loftnet . Óli TF3ML á endurvarpann og tæknilegur tengiliður er TF3ARI. Tíðnirnar eru TX 145.750/ RX 145.150  og tónstýring á  88.5 Hz. Fyrstu mælingar sýna að hann næst vel í Borgarnesi og alla leið upp […]

,

EMC á fimmtudagskvöld í ÍRA

Friðrik Alexandersson var með mjög áhugaverða og lærdómsríka umfjöllun um EMC, flökkustrauma og jarðbindingu í Skeljanesi á fimmtudagskvöld. Takk fyrir okkur Friðrik. Friðrik sýndi okkur hvers vegna betra væri að vera með fimm víra veitukerfi, þrír fasar, núll og jörð í stað fjögurra eins og víðast er á Íslandi eða með öðrum orðum að vera með […]

,

EMC núna á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Friðrik Alexandersson rafmagnstæknifræðingur ætlar að koma í heimsókn til okkar í Skeljanesið núna á fimmtudagskvöld klukkan 20:15 og rabba við okkur um EMC í tilefni af þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í notkun tíðnistýringar í aflgjöfum af ýmsu tagi og mótorstýringum. Nú flakka straumar af ýmsum gerðum og á ýmsum tíðnum um rafkerfin og […]

,

SAC SSB um næstu helgi

… um næstu helgi er SAC SSB-keppnin. Markmið keppninnar er að efla amatörradíó íSkandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum og hvetja til samskipta milli radíóamatöra í Skandinavíu og  radíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvar reyna að ná sambandi við eins margar  stöðvar utan Skandinavíu og unnt er og öfugt. Stöð félagsins verður virkjuð og hér með er auglýst eftir leyfishöfum til að vera á stöðinni einhvern hluta keppnistímans. Keppnin stendur í sólarhring frá hádegi á laugardegi […]