Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Eldflaugarskot frá Mýrdalssandi

Áætlað er eldflaugaskot á vegum Bifröst Aurora Project og Háskólans Í Reykjavík næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Heimasmíðaðri eldflaug verður skotið upp af gömlum frönskum eldflaugapalli sem byggður var á Mýrdalssandi 1964. Í flauginni verða ýmis mælitæki og fjarrita/fjarmælingasendir ásamt UHF APRS-sendi á 434,550 MHz. Kallmerkið verður TF3RU. Nákvæmari tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur og […]

,

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Núna á fimmtudaginn fimmtánda maí ætlar Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að koma í Skeljanes og segja frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt […]

,

IYL-ráðstefnan var í dag í húsi VFÍ

Nokkrir erlendu radíóamatöranna mættu aftur í Skeljanesið í morgun til að fara í loftið og hafa sambönd við félaga sína erlendis. En eftir hádegið var hin eiginlega IYL-ráðstefna og þar voru haldin fjögrur erindi. Sólveig Þorvaldsdóttir ráðgjafi í alþjóða björgunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavara ríkisins ræddi um hamfarir almennt og mikilvægi fjarskipta og upplýsinga við björgun. […]

,

Fjölmenni í ÍRA í gær

Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir […]

,

YL alheimsráðstefnan á Íslandi um næstu helgi

…í dag fréttist af Völu og Önnu á fullu við að leggja lokahönd á undirbúning ráðstefnunnar og heimsókn erlendu radíóamatöranna um næstu helgi… Þær vilja hvetja félagsmenn til að fjölmenna í Skeljanesið næsta föstudag kl. 16.30 en þá koma 26 erlendir amatörar í heimsókn. ÍRA býður uppá hressingu í föstu og fljótandi formi ásamt spjalli við erlenda kollega. […]

,

M0XER-6 loftbelgurinn er djúpt út af Snæfellsnesi núna klukkan 23

Til að geta náð APRS merkjum frá loftbelgnum lengra vestur á við var í kvöld snúanlega VHF loftnetið í Skeljanesi tengt við aprsmóttakarann TF3APG. Þessi loftbelgur er mjög sérstakur og ekki stór, um meter í þvermál og mæli- og sendibúnaðurinn sem fær aflið frá sólarrafhlöðu er ekki nema um 12 grömm. Belgurinn fer ekki hærra en í 9 […]

,

Alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík 9. til 12. maí

Eins og áður hefur komið fram verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík dagana 9. til 12. maí. Til landsins koma 26 aðilar (16 konur og 10 karlar), þar af bara einn maki sem er ekki amatör. Ráðstefnugestir munu heimsækja ÍRA seinnipart dags föstudaginn 9. maí og gefst félögum ÍRA þar tækifæri til að hitta […]

,

Alþjóðadagur radíóamatöra er í dag, 18. apríl

Í dag fagna radíóamatörar sínum alþjóðadegi, World Amateur Radio Day. IARU, International Amateur Radio Union var stofnað á þessum degi, 18. apríl 1925. Radíóamatörar hafa stigið inní 21. öldina.  Á innan við 100 árum hefur radíóamatörinn þróast úr hrárri neistasendatækni í heim stafrænna merkja og hugbúnaðar sendi-viðtækja. Á fyrstu áratugum radíótækninnar stóð val amatörsins milli tals og […]