Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Bandaríski flugherinn undirbýr að taka niður öll HAARP loftnetin fyrir lok sumars

High Frequency Active Auroral Research Program, HAARP loftnetin nálægt Gakona, Alaska voru gangsett 2007. HARRP loftnetin eru aðalhluti viðamikils verkefnis í háaflsradíóeðlisfræðilegum rannsóknum. Herinn telur ekki réttlætanlegt að leggja til þess lengur það fjármagn sem verkefnið kostar á hverju ári, nú er kominn tími til að snúa sér að öðrum nútímalegri verkefnum segir talsmaður hersins. HAARP loftnetasamstæðan kostaði 300 milljónir dollara […]

,

Skeljanes í gærkvöldi

Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi. Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að […]

,

Munið Björgunarsveit Hafnarfjarðar í kvöld

Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að kemur í Skeljanes í kvöld og segir frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum […]

, ,

Baltic CW/SSB keppnin um helgina

TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu. Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi […]

,

Eldflaugarskot frá Mýrdalssandi

Áætlað er eldflaugaskot á vegum Bifröst Aurora Project og Háskólans Í Reykjavík næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Heimasmíðaðri eldflaug verður skotið upp af gömlum frönskum eldflaugapalli sem byggður var á Mýrdalssandi 1964. Í flauginni verða ýmis mælitæki og fjarrita/fjarmælingasendir ásamt UHF APRS-sendi á 434,550 MHz. Kallmerkið verður TF3RU. Nákvæmari tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur og […]

,

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Núna á fimmtudaginn fimmtánda maí ætlar Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að koma í Skeljanes og segja frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt […]

,

IYL-ráðstefnan var í dag í húsi VFÍ

Nokkrir erlendu radíóamatöranna mættu aftur í Skeljanesið í morgun til að fara í loftið og hafa sambönd við félaga sína erlendis. En eftir hádegið var hin eiginlega IYL-ráðstefna og þar voru haldin fjögrur erindi. Sólveig Þorvaldsdóttir ráðgjafi í alþjóða björgunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavara ríkisins ræddi um hamfarir almennt og mikilvægi fjarskipta og upplýsinga við björgun. […]

,

Fjölmenni í ÍRA í gær

Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir […]