,

Eldflaugarskot frá Mýrdalssandi

Áætlað er eldflaugaskot á vegum Bifröst Aurora Project og Háskólans Í Reykjavík næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Heimasmíðaðri eldflaug verður skotið upp af gömlum frönskum eldflaugapalli sem byggður var á Mýrdalssandi 1964. Í flauginni verða ýmis mælitæki og fjarrita/fjarmælingasendir ásamt UHF APRS-sendi á 434,550 MHz. Kallmerkið verður TF3RU. Nákvæmari tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur og veðurspáin fer að verða öruggari/stöðugri.
TF3OM skrifar 19. mars 2008 eftirfarandi á bloggið sitt:
Það kemur mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja í 440 km hæð eða um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land.
Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d’Etudes Spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið 1965 settu þeir upp búðir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíðunnar var þarna á staðnum á vegum Almannavarna ríkisins, sem auðvitað var bara yfirskin til að fá leyfi til að komast í návígi við þennan einstæða atburð, og hafði tækifæri til að njóta geimskotanna, enda vantaði ekki áhugann. Myndavélin var auðvitað með í för.
Tilgangur geimskotanna var að rannsaka Van Allen beltið, en þar sem það kemst næst jörðu við heimskautin myndast oft norðurljós. Rafagnir sólvindsins festast í Van Allen beltinu, þjóta fram ag aftur milli segulskauta jarðar, og mynda norðurljós þegar þær rekast á loftagnir í háloftunum, segir í flestum kennslubókum. Nú á tímum er reyndar talið að atburðarásin sé töluvert flóknari. Ísland hentaði vel til þessara rannsókna frönsku vísindamannanna vegna legu sinnar nærri norðurljósabeltinu, og væntanlega einnig vegna eyðisandanna á Suðurlandi og opna hafinu þar fyrir sunnan.

Upphaf umfjöllunar Ágústar H. Bjarnasonar sem lesa má í heild á http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + thirteen =