,

M0XER-6 loftbelgurinn er djúpt út af Snæfellsnesi núna klukkan 23

Til að geta náð APRS merkjum frá loftbelgnum lengra vestur á við var í kvöld snúanlega VHF loftnetið í Skeljanesi tengt við aprsmóttakarann TF3APG. Þessi loftbelgur er mjög sérstakur og ekki stór, um meter í þvermál og mæli- og sendibúnaðurinn sem fær aflið frá sólarrafhlöðu er ekki nema um 12 grömm. Belgurinn fer ekki hærra en í 9 km og samkvæmt útreiknuðum áætluðum ferli mun belgurinn fara til Grænlands og þaðan norður fyrir Ísland og síðan í austur til Noregs norðarlega, yfir Svíþjóð, Finnland og suður í áttina að Svartahafi. Áætlunin gerir ráð fyrir að belgurinn verði kominn yfir Noreg eftir um einn og hálfan sólarhring. Sjá áætlaðan feril á myndinni. Myndin fyrir neðan sýnir stöðuna núna klukkan 23:20.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + 10 =