,

IYL-ráðstefnan var í dag í húsi VFÍ

Nokkrir erlendu radíóamatöranna mættu aftur í Skeljanesið í morgun til að fara í loftið og hafa sambönd við félaga sína erlendis.

En eftir hádegið var hin eiginlega IYL-ráðstefna og þar voru haldin fjögrur erindi.

Sólveig Þorvaldsdóttir ráðgjafi í alþjóða björgunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavara ríkisins ræddi um hamfarir almennt og mikilvægi fjarskipta og upplýsinga við björgun.

Ingólfur Haraldsson radíóamatör, starfsmaður 112 var með tvær kynningar, fyrst sagði hann frá Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og frá verkefnum sem þeir hafa tekið að sér á undanförnum tíu árum frá stofnun hópsins og síðara erindið fjallaði um Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og TETRA.

Að lokum komu tvær ungar konur, Hrefna Sif og Saga, nemendur í vélaverkfræði í HÍ og sögðu frá smíði rafdrifins kappakstursbíls.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 2 =