,

YL alheimsráðstefnan á Íslandi um næstu helgi

…í dag fréttist af Völu og Önnu á fullu við að leggja lokahönd á undirbúning ráðstefnunnar og heimsókn erlendu radíóamatöranna um næstu helgi…

Þær vilja hvetja félagsmenn til að fjölmenna í Skeljanesið næsta föstudag kl. 16.30 en þá koma 26 erlendir amatörar í heimsókn. ÍRA býður uppá hressingu í föstu og fljótandi formi ásamt spjalli við erlenda kollega.

Á laugardag koma 10 erlendir OM í Skerjafjörðinn og eyða deginum með ÍRA félögum. Auglýst er eftir sjálfboðaliðum til að sækja gestina á hótelin og skutla aftur til baka.

Hvernig væri að sameinast um að sýna erlendu gestunum bestu hliðarnar á íslenska radíóamatörsamfélaginu?

Loretta Ensor var eini kvenradíóamatörinn á vestur svæðum USA á árinu 1926 … hún var þekkt sem 9UA “nænjúei” meðal radíóamatöra víða um heim.
Loretta varð fræg uppúr 1920 fyrir að vera fyrsti kvenradíóamatörinn til að ná talsambandi yfir Kyrrahafið.

http://www.soar-yls.com/yl-hams.html

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − four =