,

Aðalfundur ÍRA – auglýsing

Reykjavík 25. apríl 2014.

Ágæti félagsmaður!

Með vísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar ÍRA. laugardaginn 17. maí 2014. Fundurinn verður haldinn í sal Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen 12,  Reykjavík. Hann hefst stundvíslega kl. 13:00.  Dagskrá er samkvæmt félagslögum.

Samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurftu tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með tillögum að breytingum skyldu fylgja skriflegar greinargerðir þar sem gerð var grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra. Kynning á ákvæði 27. gr. var birt á heimasíðu ÍRA þann 4. apríl s.l.

Frumvörp til lagabreytinga á aðalfundi 2014 sem bárust stjórn fyrir tilskilinn frest er dreift með þessu aðalfundarboði í meðfylgjandi viðhengi.

F.h. stjórnar ÍRA.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG
formaður ÍRA

 

 

 

Aðalfundur ÍRA 2014

Aðalfundur ÍRA fer fram
Laugardaginn 17. maí 2014
Í sal Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12
Fundurinn hefst klukkan 13:00.

 

Dagskrá fundar:

 1. Kosinn fundarstjóri.
 2. Kosinn fundarritari.
 3. Könnuð umboð.
 4. Athugamsemdir við fundargerð síðasta fundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
 5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
 6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starsemi  sinna embætta.
 7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
 8. Lagabreytingar.
 9. Stjórnarkjör.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 11. Ákvörðun árgjalds.
 12. Önnur mál.

 

Til upplýsingar fyrir félaga:  Einungis skuldlausir félagar hafa kosningarétt og kjörgengi.  Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað.  Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. Apríl og verið dreift með fundarboði.  Frambjóðendur til formanns skulu hafa G leyfi.  Aðrir frambjóðendur til stjórnar skulu vera leyfishafar og eiga að minnst þrjú ár að baki í félaginu.  Í málum sem varða lagabreytingar, leyfisveitingar og próf hafa einungis leyfishafar atkvæðisrétt.  Nánar er fjallað um ákvæði í 10., 11., 12., 13. og 27. gr. félagslaga hvað varðar framangreind atriði.  Lög félagsins eru birt á heimasíðu ÍRA.

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/16042014-Utvarpstidindi-1.-tbl.-10.-jan-1947.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/25042014-Brynjólfur-Jónsson-bréf-15-4-2014-lagabreyting.docx

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 1 =