,

Vel heppnaður flóamarkaður á sunnudagsmorgni

Árlegur flóamarkaður Í.R.A. var haldinn að morgni sunnudagsins 11. apríl. Tæplega 30 félagsmenn og gestir lögðu leið sína í Skeljanesið á milli kl. 10-12. Í boði var ýmislegt “girnilegt” amatördót, s.s. loftnet, viðtæki, mælitæki, sveiflusjár (og aukahlutir af ýmsum gerðum), íhlutir, s.s. stórir hverfiþéttar og fleira nytsamlegt. Félagið bauð upp á ný vínarbrauð frá Mosfellsbakaríi. Hér á eftir fylgja nokkrar ljósmyndir.

Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, skoðar Realistic DX-300 viðtæki frá Radio Shack.

S. Smári Hreinsson, TF8SM (nær) og Páll B. Jónsson, TF8PB.

Viðtækin, sveiflusjáin og Yaesu YS-2000 standbylgju-/aflmælirinn seldust strax.

Haraldur Þórðarson, TF3HP, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG og Halldór Christensen, TF3GC.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 8 =