,

Góðar gjafir frá TF3S og TF3GN til félagsins.

Mælitækin uppsett til bráðabirgða í smíðaaðstöðu félagsins. Ljósmynd TF2JB.

Stefán Þórhallsson, TF3S, færði félaginu nýlega að gjöf veglegt safn mælitækja til nota í nýju smíðaaðstöðunni sem sett var upp s.l. haust á 2. hæð í félagsaðstöðunni (í sama herbergi og TF QSL Bureau hefur aðstöðu). Forsaga málsins er sú, að Stefán (sem er einn af heiðursfélögum Í.R.A.) kom fram með þá ágætu tillögu á póstlista félagsins skömmu eftir aðalfundinn í maí í fyrra, hvort ekki væri tilvalið fyrir félagið að koma upp vísi að smíðaaðstöðu þar sem menn gætu t.d. komið með stöðvar sínar og aukahluti og notið leiðsagnar þeirra sem eru reynslumeiri ef smávægilegar bilanir væru að gera mönnum lífið leitt – eða jafnvel, fengið aðstoð við einföld verk eins og að setja í krystalsíur í tæki o.s.frv.

Niðurstaða málsins varð, að stjórn félagsins tók málið upp strax að loknum breytingum í fjarskiptaherbergi TF3IRA og var þá ráðist í framkvæmdir við að koma upp vísi að smíðaaðstöðu í “QSL herberginu”. Þegar þetta er skrifað á aðeins eftir að setja upp hillur og ákveða nánar með uppsetningu mælitækjanna. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá um hvaða mælitæki er að ræða ásamt tegunarupplýsingum um þau.

Mælitæki Gerð Framleiðandi Framl. nr.
10 MHz Oscilloscope CS-1012 Trio, Japan 4110107
Frequency Counter FC-756 Trio, Japan 4090075
AM/FM Signal Generator PM-5320 Philips, Eindoven D-348
FM Signal Generator 202-B Booton Radio Corp., USA 2842
Decade Condenser DC-1 Heathkit, USA n/a
Decade Resistance CR-1 Heathkit, USA n/a
Volt/Ohm Multimeter WV-98C Senior RCA, USA n/a
RF Vacum Tube Volt Meter n/a RCA, USA n/a
Crystal Controlled Microvolt Generator 191-X Hickok, USA n/a
Load Resistor, 50 Ohm; 0-3000 MHz 634-N Mc. Jones Electronics, USA n/a

Við sama tækifæri færði Stefán félaginu jafnframt nokkuð magn innbundinna bóka og tímarita sem voru í eigu föður hans, Þórhalls Pálssonar, TF5TP (sk).

Stjórn Í.R.A. þakkar Stefáni Þórhallssyni, TF3S, heilan hug og rausnarlega gjöf.

Síðari gjöfin til félagsins sem skýrt verður frá við þetta tækifæri er, að þann 25. mars s.l. kom félagsmaður okkar Guðlaugur Ingason, TF3GN, færandi hendi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Hann færði félaginu að gjöf innbundið hefti af 15. tbl. Útvarpstíðinda frá septembermánuði 1946. Í heftinu er m.a. viðtal við Einar Pálsson, TF3EA, fyrsta formann Í.R.A. en félagið hafði skömmu áður verið stofnað, þ.e. 14. ágúst 1946. Fjölmargt áhugavert kemur fram í viðtalinu, og m.a. að stofnfélagar Í.R.A. hafi verið 140 talsins og að á þeim hálfa mánuði sem liðinn var þegar viðtalið var tekið, hafi bæst við 30 félagsmenn. Heftið er vandlega innbundið af Guðlaugi sjálfum.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðlaugi Ingasyni, TF3GN, heilan hug og áhugaverða gjöf.

Guðlaugur Ingason, TF3GN, afhendir Guðmundi, TF3SG, varaformanni Í.R.A. gjöfina. Ljósmynd: TF3JA.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =