Tiltekt lokið í Skeljanesi
Það tókst að ljúka stórum áfanga skömmu fyrir opnun félagsaðstöðunnar í Skeljanesi þann 20. september. Fyrr um daginn lauk vinnu við uppröðun húsgagna og tækja í fjarskiptaherbergi félagstöðvarinnar, TF3IRA, samkvæmt nýju skipulagi.
Þessi dagur, 20. september, markar á vissan hátt tímamót því þar með er lokið vinnu á vegum nýrrar stjórnar ÍRA við þrif, tiltekt, fegrun og endurskipulagningu innanhúss í Skeljanesi.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA 20. september eftir tiltekt. Líkt og myndin ber með sér hefur orðið mikil breyting í herberginu.

Fjarskiptaherbergið, séð í austur. Yaesu FT-1000 stöðin er nú staðsett á sér borði ásamt Ten-Tec 238 loftnetsaðlögunarrásinni.

Fjarskiptaherbergið, séð í vestur. Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN er við Icom IC-7610 stöðina.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!