,

Námskeið til amatörprófs

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs.

Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. október og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 15. desember. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, kl. 17-22. Námskeiðið er öllum opið og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda.

Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang. Námskeiðsgjald verður 19 þúsund krónur fyrir félagsmenn, en 29 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.

Skráning er opin til 25. september n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 5 =