,

Þýskir radíóamatörar heimsækja Í.R.A.

DL9DAN, TF3JA, Sabine DO4YSN /xyl-DL9DAN, Ulla SWL /xyl-DF6QV, TF3SG, DF6QV, DJ2VO, TF3DC og TF3T. Ljósmynd: TF3SA.

Á laugardaginn var, 17. júlí, komu til landsins nokkrir þýskir amatörar og fóru áfram um kvöldið áfram til Vestmannaeyja með ýmsan búnað í farteskinu þar sem þau ætla að vera í loftinu þessa vikuna og taka síðan þátt í IOTA um næstu helgi á kallmerkinu TF7X.

Þar sem þau höfðu ágætan tíma og veðrið var frábært var farið með þau í skoðunarferð um stór Reykjavíkursvæðið, skemmst er frá því að segja að þau voru öll mjög hrifin enda Reykjavík og viðhengd bæjarfélög algert augnayndi í góðu veðri á miðju sumri. Sérstaklega höfðu þau á orði hve allt var hreint og vel til haft.

Eftir hádegið komu þau við í Skeljanesinu þar sem TF3JA, TF3SA, TF3SG, TF3T og TF3DC tóku á móti þeim með rjúkandi kaffi og meðlæti. Þau skoðuðu stöðina í leiðsögn TF3DC og við töfluna stóð TF3SG lengi með tveimur úr hópnum og skiptist við þá á upplýsingum um loftnet. Ekki þarf að orðlengja að mjög lærdómsríkt var að heyra um allar þær loftnetatilraunir sem þeir þýsku hafa staðið að gegnum árin.

Þau voru mjög þakklát fyrir þessar móttökur og hrósuðu félaginu fyrir snyrtilega og góða aðstöðu. SteppIR lofnetið vakti sérstaka hrifningu.

Á laugardag í þessari viku ætla nokkrir amatörar að notfæra sér nýju ferjuleiðina til Eyja og fara í heimsókn til þeirra með fyrstu ferð og til baka aftur um kvöldið. Amatörar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til þeirra í Heimaey þar sem þau eru með aðstöðu í Ofanleiti.

TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 19 =