,

Fundur 29. júlí n.k. um Vita- og vitaskipahelgina…

Undanfarin ár hefur árlega verið farið að Knarrarósvita við Knarrarós (nærri Stokkseyri) með tæki og búnað félagsins og tekið þátt í svokallaðri “Vita- og vitaskipahelgi”. Nú hefur hópur félagsmanna, sem áhuga hafa á að breyta til komið að máli við stjórn og leggja til að Garðskagaviti verði heimsóttur að þessu sinni. Hugmyndin er, að ræða verkefnið nánar í félagsaðstöðu Í.R.A. 29. júlí n.k., en mikilvægt er að skipuleggja viðburð sem þennan til að allt gangi sem best fyrir sig.

Hér með er því boðað til fundar með áhugasömum félagsmönnum um Vita- og vitaskipahelgina í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. júlí n.k. kl. 20:30. Viðburðurinn sjálfur fer fram 21.-22. ágúst n.k.

Menn hafa einkum bent á, að við Garðskagavita er góða aðstaða til fjarskipta (sjór á þrjá vegu), góð aðstaða fyrir fjölskyldur (þ.m.t. frítt tjaldsvæði) og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, sölubúð og veitingastaður með W.C. aðstöðu, auk þess sem hópurinn mun þegar hafa fengið vilyrði fyrir fjarskiptaaðstöðu í kjallara gamla vitavarðarhússins.

Fjarlægð frá Reykjavík: Að Garðskagavita, 57 km; að Knarrarósvita, 64 km (um Þrengsli). Knarrarósviti er 26 metra hár, en Garðskagaviti er 28,5 metra hár (og hæsti viti landsins).

Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Sjá hlekk: http://illw.net/

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 8 =