,

TF3RPC virðist kominn í gott lag

Sigurður, TF3WS, við TF3RPC.

Vinna hefur staðið yfir um helgina við TF3RPC í Reykjavík (oft nefndur “Einar”) vegna bilunar. Sigurður Harðarson, TF3WS, hefur hjálpað okkur sem fyrr. Vandinn var, að merki stöðva sem komu daufar inn á endurvarpann vildu brenglast og verða ólæsileg. Þetta fékkst í lag með því að skipta um “cavity” síurnar. Sjá má í gömlu síurnar á ljósmyndinni aftan við endurvarpann til vinstri (þær eru gráar á lit).

Þegar Sigurður kom að stöðinni í gærmorgun (laugardag) var öryggishúsið á 12VDC rafmagnssnúrunni snarp heitt og þráðurinn sitt hvoru megin. Þá hafði stöðin einungis verið í móttöku um lengri tíma. Slík ástand er afar slæmt og var öryggishúsið strax klippt úr rásinni og stöðin tengd beint í aflgjafann (sem er vel varinn). Sigurður átti eftir að rannsaka öryggishúsið þegar þetta er skrifað. Óvíst er, hvort þetta hefur haft haft áhrif á stöðina sjálfa, en það verður skoðað.

Í morgun (sunnudag) var Kenwood endurvarpanum síðan skipt út fyrir annan sem virðist koma vel út. Ætlunin er að prófa þetta fyrirkomulag a.m.k. í dag og sjá svo til. Endurvarpinn vinnur nú mjög vel og er ekkert því til fyrirstöðu að nota hann. Ath. að eins og er, er ekkert “skott” á sendingunni frá stöðinni.

Nýjar fréttir síðdegis kl. 18:00.

Kenwood endurvarpinn hefur á ný verið settur við og virðist standa sig mjög vel eftir útskiptingu “cavity” síanna. Að sögn Sigurðar, mældist 0,7 Ohm’a viðnám yfir öryggið í straumsnúrunni við tækið… Endurvarpinn virðist standa sig mjög vel og verður nú til prufu í nokkra daga.

Bestu þakkir til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS, fyrir aðstoðina.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 1 =