,

Fundurinn á fimmtudag 29. júlí…

Minnt er á áður auglýstan fund um Vita- og vitaskipahelgina í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. júlí n.k. kl. 20:30.

Undanfarin ár hefur árlega verið farið að Knarrarósvita með tæki og búnað félagsins og tekið þátt í svokallaðri “Vita- og vitaskipahelgi”. Nú hefur hópur félagsmanna, sem áhuga hafa á að breyta til komið að máli við stjórn og leggja til að Garðskagaviti verði heimsóttur að þessu sinni. Hugmyndin er, að ræða verkefnið nánar á fundinum.

Uppkast að dagskrá: (1) Kynning á viðburðinum; (2) Umræður og ákvörðun um val á vita; (3) Skipulagning og útfærsla verkefnisins; (4) Kjör í 3 manna undirbúningsnefnd; og (4) Önnur mál.

Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Sjá hlekk: http://illw.net/

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 3 =