,

Glæsilegur sigur TF4X í SAC keppninni 2009

Yngvi Harðarson, TF3Y á lyklinum í SAC keppninni hjá TF4X. Ljósmynd: TF4M.

TF4X sigraði örugglega í CW hluta 51. SAC (Scandinavian Activity Contest) keppninnar sem haldin var 19.-20. september 2009. Yngvi Harðarson, TF3Y, var við lykilinn á TF4X, keppnisstöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M. Yngvi keppti í flokki einliða á einu bandi, með einn sendi á 14 MHz (Single op., sigle TX, single band, 14 MHz). Niðurstaðan var 145.560 stig, þ.e. 1.037 QSO, 2.426 QSO punktar og 60 margfaldarar. Sú stöð sem næst kom í 2. sæti var OH7WW með 103.510 stig, þ.e. 771 QSO, 1.882 QSO punkta og 55 margfaldara.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, náði 8. sæti sem er afbragðs árangur í flokki einliða á öllum böndum með einn sendi og lágafl (100W).
Niðurstaðan var 166.815 stig, þ.e. 749 QSO, 1.685 QSO punktar og 99 margfaldarar.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, náði 10. sæti í flokki einliða á einu bandi, með einn sendi á 3,5 MHz. (single op., single TX, single band, 3,5 MHz).
Niðurstaðan var 1.862 stig, þ.e. 49 QSO, 98 QSO punktar og 19 margfaldarar.

Hamingjuóskir til Þorvaldar og Yngva með 1. sætið og til Bjarna með 8. sætið. Örugg og glæsileg útkoma í báðum keppnisflokkum.

(Þakkir til TF4M fyrir innsendingu efnis).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + fourteen =