,

TF3SA verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins

Stefán Arndal TF3SA við stjórnvölinn á TF3IRA í Skeljanesi í september s.l. Ljósm.: TF3JA.

2. sunnudagsopnun Í.R.A. á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 10. mars n.k. Yfirskriftin er: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”. Stefán ætlar að koma með sex morslykla úr eigin safni og skorar á aðra félaga að taka sem flesta lykla með sér. Húsið opnar kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.

Handmorslykill frá Kent Engineers, sömu gerðar og notaður er við félagsstöðina TF3IRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × two =