,

TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina

Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar „spýtumorslykil” TF3VS samkvæmt forskrift TF3DX á sunnudag.

Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði.

TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá leiðbeindi TF3Y á upprifjun-1 í notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars og loks hafði TF3SA umsjón með 2. sunnudagsopnun vetrarins þann 10. mars, þar sem yfirskriftin var: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jónasi Bjarnasyni, TF3JB; Yngva Harðarsyni, TF3Y og Stefáni Arndal, TF3SA, fyrir vel heppnaða viðburði. Ennfremur þakkir til Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB, fyrir ljósmyndir.

Skeljanesi 7. mars. TF3JB flutti erindi um nýju böndin. Fjallað var m.a. um tímabundnar sérheimildir á 5 MHz og á 70 MHz, sérheimild um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz og um nýja tíðnisviðið á 472-479 kHz.

Skeljanesi 9. mars. Frá vinstri: TF3JA og TF3Y. Yngvi leiðbeindi á upprifjun-1 um Win-Test keppnisforritið.

Skeljanesi 10. mars. TF3SG (fremst), TF3SA og TF3SB. Lyklar og pöllur (spaðalyklar) prófaðir.

Skeljanesi 10. mars. TF3SA útskýrði vel hinar mismunandi gerðir Vibroplex spaðalykla.

Skeljanesi 10. mars. TF3SG, TF3JA, TF3HP, TF2WIN, TF3SB, TF3VS, TF3DC, TF3SA og TF3CY.

Skeljanesi 10. mars. Nokkrir af þeim morslyklum sem menn tók með sér í Skeljanes í morgun. Allir sem komu með lykla, útskýrðu tegund og gerð og jafnframt ef einhver saga var sem fylgdi. Stöðin á myndinni er Elecraft K3.

Skeljanesi 10. mars. TF3HP kom með nokkra morslykla, þ.á.m. þennan handmorslykil frá Kent.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 3 =