,

TF3Y verður á Win-Test námskeiði á laugardag

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Í.R.A. gengst fyrir upprifjun-1 á notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi: Yngvi Harðarson, TF3Y.

Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, eða hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins. Þeir sem lengra eru komnir, myndu e.t.v. frekar mæta á síðari hluta námskeiðsins hjá Yngva (upprifjun-2) sem verður haldinn eftir viku á sama stað, þ.e. laugardaginn 16. mars og verður auglýstur þegar nær dregur.

Stjórn Í.R.A. hvetur áhugasama félaga til að nýta þetta frábæra tækifæri.

Hlekkur á heimasíðu Win-Test: http://www.win-test.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =