SKELJANESI FIMMTUDAG 30. NÓVEMBER
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 30. nóvember með erindið: „Sérhæfð þróun hugbúnaðar fyrir fjarskipti radíóamatöra“.
Njáll hefur verið að forrita hugbúnað fyrir DSP (e. Digital Signal Processing/Stafræn Mótun Merkja) sem er hugsaður til að senda skilaboð m.a. á HF. Um er að ræða stafræna mótun merkja, svokallað „Pipelines“ sem margir þekkja úr UNIX eða LINUX stýrikerfinu (e. Inter-Process Communication). Einfaldaður hugbúnaður sem er notaður í staðinn fyrir „GNU Radio“.
Eftir kaffihlé mun Njáll segja okkur frá rausnarlegri gjöf sem barst til félagsins þann 12. október s.l. Um er að ræða mótordrifna Furuno Model KU-100 gervihnattadiska [í kúlum] ásamt sérhæfðum stjórnkössum.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!