,

TF3W QRV Í CQ WW CW KEPPNINNI.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide DX CW keppninni sem fór fram 25.-26. nóvember.

Stöðin var QRV frá kl. 09 á laugardag til kl. 16 á sunnudag. Alls voru höfð 1503 sambönd á sex böndum.

Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 829.452 punktar. Keppt var í flokknum: „MULTI-OP ONE ASSISTED ALL LOW“

Skilyrði voru ágæt til að byrja með en versnuðu á meðan segulstormur gekk yfir á laugardag. Á sunnudag höfðu skilyrðin þó jafnað sig að mestu. Alex Senchurov, UT4EK og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA virkjuðu stöðina. Sérstakar þakkir til þeirra beggja.

A.m.k. átta TF kallmerki heyrðust í loftinu í keppninni eða voru skráð á þyrpingu (e. cluster). Það eru: TF3DC, TF3EO, TF3JB, TF3SG, TF3VS, TF3W, TF8KY og TF/OU2I.

Stjórn ÍRA.

Alex UT4EK virkjar TF3W í Skeljanesi sunnudag 26. nóvember.
Samantektartafla sýnir bráðabirgðaniðurstöður.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 12 =