,

PRÓF PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR

Próf PFS til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í dag, 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis.

Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófað var í raffræði og radíótækni og reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og lauk með prófsýningu kl. 15. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnlegt próf.

Fulltrúar prófnefndar: Kristinn Andersen, TF3KX, formaður; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Yngvi Harðarson, TF3Y. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar: Jón Björnsson, TF3PW; Jónas Bjarnason, TF3JB; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.

Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Kristinn Andersen, TF3KX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð fagleg aðkoma að verkefninu.

Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.

Stjórn ÍRA.

Fimm þreyttu prófið. Prófið var tvískipt og voru bæði skrifleg en einn próftaki þreytti munnlegs prófs.
Úrlausnir yfirfarnar. Frá vinstri: Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar, Bjarni Sigurðsson fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar, Yngvi Harðarson TF3Y prófnefnd og Vilhjálmur Þór Kjartansson prófnefnd.
Prófsýning hófst stundvíslega kl. 15:00. Þátttakendur fengu úrlausnir afhentar og formaður prófnefndar fór yfir rétt svör. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Einar Kjartansson TF3EK prófnefnd, Jón E. Guðmundsson, Júlía Guðmundsdóttir, Pálmi Árnason, Arnlaugur Guðmundsson, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða félagsins, Yngvi Harðarson TF3Y prófnefnd, Kjartan Birgisson (snýr baki í myndavél) og Kristinn Andersen TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 9 =