,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 3. JÚNÍ

Ágæt mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í gær, 3. júní, þrátt fyrir skertan opnunartíma þar sem salurinn var upptekinn til kl. 21 vegna upprifjunartíma hjá þátttakendum á námskeiði ÍRA til amatörleyfis, en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið á morgun, 5. júní.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var m.a. opið annan fimmtudaginn í röð, en þurft hefur að halda því lokuðu vegna Covid-19 næstum því í heilt ár. Einnig var herbergi QSL stofunnar opið.

Líkt og fram hefur komið, endurforritaði Georg Kulp, TF3GZ, og uppfærði föstu tíðnirnar nýlega í Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. Mikill munur er, því nú eru endurvarparnir rétt merktir á stöðinni. Vegna fyrirspurna í gærkvöldi um röðun VHF og UHF tíðna er birt tafla (sjá neðar) sem Georg setti upp fyrir stöð félagsins.

Alls mættu 14 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta vindasama en ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Pálmi Ólafur Árnason og Kjatan Birgisson.
Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Mathías Hagvaag TF3MH ræða málin.
Georg Kulp TF3GZ forritaði Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins 30. maí s.l.
Tafla með upplýsingum um tíðnirnar sem voru forritaðar í Yaesu VHF/UHF stöð TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + sixteen =