,

ORGELKVARTETTINN APPARAT

Eftirfarandi erindi hefur borist til ÍRA sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband og senda tölvupóst á ira@ira.is

“Okkur í Orgelkvartettinum Apparat langaði að athuga hvort það væri áhugi hjá ykkar félögum að taka þátt í smá orgel-radíóamatörabræðingi.

Þegar hljómsveitin var að stíga sín fyrstu skref fyrir rúmum tuttugu árum héldum við tónleika ásamt TF3IRA í Hafnarhúsinu. Þar spiluðum við á stór orgel og fjórir meðlimir ykkar komu með sínar græjur, settu heljarinnar loftnet upp á þak ef ég man rétt og reyndu að ná sambandi á meðan tónleikunum stóð.

Þetta heppnaðist einstaklega vel og eitt lagið sem þarna var flutt, Charlie Tango #2 endaði á plötunni Apparat Organ Quartet sem er nú verið að endurútgefa á vinyl.

Þann 26. október ætlum við að halda tvenna tónleika, kl.18 og 21 og spila plötuna í heild sinni. Okkur langaði að vita hvort það væri áhugi fyrir því að endurtaka leikinn frá árinu 2000 og fá ykkur til að koma inn í þessu lagi á tónleikunum”.

Umfjöllun um tónleikana árið 2000: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/563767/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 10 =