HEIMASÍÐA FÉLAGSINS UPPFÆRÐ
Unnið er að uppfærslu efnis á heimasíðu ÍRA. Áhersla er lögð á efni á undirsíðum sem þarfnast viðhalds og leiðréttinga, en jafnframt eru uppi áform um innsetningu á nýju efni sem varðar áhugamálið.
Opnunarsíða (fréttasíða) var uppfærð 21. ágúst. Þegar síðan opnast birtast efnisdálkar til hægri með þessum fyrirsögnum:
- SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ
- ÁRSSKÝRSLUR ÍRA
- FÉLAGSBLAÐ ÍRA, CQ TF
- FUNDARGERÐIR STJÓRNAR
Liðurinn „Fundargerðir stjórnar“ er nýr á þessum stað á heimasíðunni. Um er að ræða gerðir frá starfsárunum 2018/19, 2019/20, 2020/21, 2021/22 og 2022/23. Nýjustu fundargerðirnar eru efst.
Fleiri breytingar og uppfærslur verða kynntar á næstunni.
Stjórn ÍRA.
.