,

NÝTT KIWISDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

Í gær, 14. október, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið.

Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Vefslóð: http://pat.utvarp.com  Loftnet er stangarloftnet frá AC Marine, gerð KUM-480-2 fyrir tíðnisviðið 0.15-30 MHz.

Árni Helgason, TF4AH stóð að uppsetningu viðtækisins sem áður var staðsett á Bjargtöngum og var tekið þar niður 3. þ.m.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.

Stjórn ÍRA þakkar Árna fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Bent er á fróðlega grein Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A um KiwiSDR viðtækin sem birtist í 4. tbl. CQ TF 2020; bls. 41: „Aðgengileg viðtæki á Íslandi yfir netið“. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/09/cqtf_34arg_2020_04tbl.pdf

Myndin er af KiwiSDR viðtæki eins og notað er í Örlygshöfn.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 5 =