,

NÝIR LEYFISHAFAR Í SKELJANESI

Laugardaginn 2. desember var sérstök móttaka fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2023 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis þann 11. nóvember s.l. Flestir hafa nú fengið úthlutað kallmerki hjá stofnuninni.

Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbæ – TF3ATE.
Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbæ – TF6MK.
Greppur Torfason, 225 Álftanesi – TF7ZF.
Jón Svan Grétarsson, 270 Mosfellsbæ – TF3JS.
Jónas I. Ragnarsson, 200 Kópavogi – TF3JIR.
Pier Kaspersma, 221 Hafnarfirði – TF3PKN.
Valdimar Óskar Jónasson, 210 Garðabæ – TF1LT.
Þorkell Máni Þorkelsson, 113 Reykjavík (á eftir að sækja um kallmerki).
Þór Eysteinsson, 101 Reykjavík – TF3TE.
Þröstur Ingi Antonsson, 251 Suðurnesjabæ – TF1TX.

Dagurinn hófst á morgunkaffi kl. 10:30 í salnum þar sem Jónas Bjarnason, TF3JB fór yfir helstu þætti í starfsemi ÍRA, m.a. aðstöðu félagsins í Skeljanesi, fræðsludagskrá, fundi og námskeið (þ.m.t. til amatörprófs), heimasíðu, FaceBook síður, félagsritið CQ TF, ársskýrslu, árlega fjarskiptaviðburði, alþjóðlegar keppnir, endurvarpa, stafvarpa, radíóvita, gervihnattafjarskipti og helstu innanlandstíðnir á HF, VHF og UHF. Undir dagskrárliðnum fór fram afhending fjarskiptadagbóka með kallmerkjum leyfishafa og afhending ítarefnis, þ.e. valdar greinar sem birst hafa í CQ TF.

Kristján Benediktsson, TF3KB tók síðan við og flutti glærukynningu um alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU, auk þess að sýna bandskipan fyrir HF böndin á IARU Svæði 1.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS flutti næst glærukynningu um Logger32 rafræna dagbókarforritið. Undir dagskrárliðnum var dreift QSL kortum og rætt um mikilvægi þess að ganga frá skráningu á QRZ.COM.

Að því búnu fluttu menn sig upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA á næstu hæð þar sem Óskar Sverrisson, TF3DC og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS tóku við hópnum.

Þeir Óskar og Vilhjálmur fóru m.a. yfir mors (CW), tal (SSB), fjarritun (RTTY) og stafrænar tegundir útgeislunar (FT8/FT4) og sýnd fjarskipti á SSB og FT8. Fjallað var um hvernig sambönd eru höfð og um staðfestingar; þ.á.m. QSL kort og Logbook of The World (LoTW). Sérstaklega var fjallað um hefðir í fjarskiptum radíóamatöra og hvernig farið er í loftið, m.a. í DX. Ennfremur rætt um bandskipan og viðurkenningar radíóamatöra og komið inn að almenn skilyrði til fjarskipta í stuttbylgjunni frá Íslandi með tilliti til hnattstöðu landsins. Að lokum var aftur farið niður í sal og mikið rætt.

Þakkir til nýrra leyfishafa fyrir að mæta á staðinn. Ennfremur þakkir til Jónasar Bjarnasonar TF3JB, Kristjáns Benediktssonar TF3KB, Óskars Sverrissonar TF3DC,  Vilhjálms Í. Sigurjónssonar TF3VS og Jóns Björnssonar TF3PW. Þegar klukkan var að verða 15:00 var húsið yfirgefið. Ánægjulegur og vel heppnaður dagur.

Nýir leyfishafar – verið velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

Frá vinstri: Jónas Bjarnason TF3JB, Þröstur Ingi Antonsson TF1TX, Valdimar Óskar Jónasson TF1LT, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (standandi), Gísli Guðnason TF6MK, Óskar Sverrisson TF3DC (standandi), Jónas Ingi Ragnarsson TF3JIR, Þór Eysteinsson TF3TE, Greppur Torfason TF7ZF og Kristján Benediktsson TF3KB.
Kristján Benediktsson flutti greinargott erindi um alþjóðastarf radíóamatöra.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS kynnti Logger32 dagbókarforritið.
Óskar Sverrisson TF3DC og Jón Björnsson TF3PW.
Þór Eysteinsson TF3TE og Jónas Ingi Ragnarsson TF3JIR (bak í myndavél) og Óskar Sverrisson TF3DC.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS sýndi mönnum einfaldan RF útsláttarmæli (e. RF sniffer) sem afhjúpar ef RF straumur berst til baka inn í fjarskiptaherbergið. Aðrir á mynd frá vinstri: Greppur Torfason TF7ZF, Valdimar Óskar Jónasson TF1LT, Gísli Guðnason TF6MK, Þór Eysteinsson TF3TE, Þröstur Ingi Antonsson TF1TX og Jónas Ingi Ragnarsson TF3JIR. Ljósmyndir: TF3DC, TF3JB og TF3PW.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × one =