,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VORIÐ 2023

Háskólinn í Reykjavík er við Menntveg 1, 102 Reykjavík.

ÍRA hefur ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs sem verður í boði, bæði í staðnámi og fjarnámi í Háskólanum í Reykjavík.

Námskeiðið hefst 27. mars n.k. og lýkur 23. maí. Stefnt er að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í HR laugardaginn 3. júní.

Námskeiðið er öllum opið og verður kennt á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðsgjald er 22.500 krónur.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang hjá ira@ira.is  Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding – en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda.

Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang.

Skráning verður opin til föstudags 24. mars n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.

Reykjavík 19. maí 2023,

Stjórn ÍRA.

Kynningarefni um amatör radíó: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Skipulag námskeiðs vorið 2023:  http://www.ira.is/namskeid/
Vefslóðir á námsefni vorið 2023:  http://www.ira.is/vefslodir-a-namsefni-vorid-2023/

Mynd úr kennslustofu HR á námskeiði ÍRA til amatörprófs 2022. Þá voru alls 19 skráðir; þar af voru 10 tengdir yfir netið í fjarnámi.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 1 =