,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2023

CQ World Wide WPX keppnin, SSB-hluti verður haldin 25.-26. mars.

Þetta er 2 sólarhringa keppni sem fram fer á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz og er ein af stóru SSB keppnum ársins.

Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og 1.8 MHz. Hvert nýtt forskeyti gildir til punkta á hverju bandi, en telst til margfaldara einu sinni – burtséð frá fjölda banda.

G-leyfishafar geta sótt um heimild til Fjarskiptastofu til notkunar á 1850-1900 kHz á fullu afli (1kW) í keppninni. Póstfang: hrh@fjarskiptastofa.is

Í keppninni í fyrra (2022) var gögnum skilað inn fyrir átta TF kallmerki: TF1AM, TF2MSN, TF3DC, TF3JB, TF3SG, TF3T, TF3W og TF8KY.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpx.com/rules.htm

Heiminum er skipt í 40 CQ svæði. TF er í svæði 40 ásamt JW, JX, OX og R1FJ (Franz Josef Land). Höfundur korts: EI8IC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − eight =