,

UPPFÆRSLA UPPLÝSINGA Á QRZ.COM

Borð A í fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Búnaður: ICOM IC-7610 100W CW/SSB sendi-/móttökustöð á HF og 50 MHz.

Vefsíðan QRZ.COM er stærsti og vinsælasti gagnagrunnurinn á netinu sem hýsir upplýsingar um kallmerki radíóamatöra. Þar má finna upplýsingar um kallmerki radíóamatöra hvar sem er í heiminum, þ.á.m. kallmerki ÍRA. Grunnurinn er mikið notaður af þeim sem t.d. eru áhugasamir um DX fjarskipti.

Upplýsingar um kallmerki félagsins, TF3IRA, TF3W, TF3HQ, TF3WARD og TF3YOTA voru nýlega uppfærðar, en hvert þessara kallmerkja hefur sérstaka vefsíðu á QRZ.COM. Verkefnið var búið að bíða nokkuð lengi en hefur nú væntanlega verið fært í frambærilegt horf.

Mest magn upplýsinga er á vefsíðu TF3IRA, m.a. um félagið sjálft, um fjarskiptaaðstöðu og loftnet, auk þess sem upplýsingar fylgja um notkun hvers kallmerkis félagsins, t.d. að TF3W er notað í alþjóðlegum keppnum o.s.frv. Ennfremur fylgja myndir úr félagsstarfinu á vefsíðu hvers kallmerkis.

Vel er þegið ef félagsmenn koma með ábendingar um eitthvað sem betur má fara og/eða til dæmis efni sem hefur gleymst og má bæta við. Vefslóð á QRZ er: www.qrz.com

Stjórn ÍRA.

Fyrstu upplýsingar um hvert kallmerki hafa m.a. verið samræmdar.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =