Til að geta orðið radíóamatör þarf að taka próf hjá Fjarskiptastofu.

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs er haldið í stað- og fjarnámi í Háskólanum í Reykjavík 28. mars til 20. maí.

Próf Fjarskiptastofu verður haldið í HR laugardaginn 21. maí kl. 10 árdegis.


Vefslóð á dagskrá námskeiðs 2022:

Vefslóð á skipulag námskeiðsins:

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/03/Skipulag_namskeids_IRA_til_amatorprofs_V2022-vor-utg.4.pdf


Samkvæmt gildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra (348/2004) eru prófkröfur eftirfarandi:

N leyfi
  1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
  2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
  3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.
G leyfi
  1. Tækni: Raf-, rafsegul- og radíófræði. Íhlutir. Rásir. Viðtæki. Sendar. Loftnet og sendilínur. Útbreiðsla rafsegulbylgna. Mælingar. Truflanir og truflanavernd. Öryggismál í sambandi við rafmagn.
  2. Innlendar og alþjóðlegar reglur um viðskipti og aðferðir: Stöfun með orðum. Q-skammstafanir. Skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum. Alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum. Kallmerki. Skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
  3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: Radíóreglugerð ITU. Reglur CEPT. Innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.

Fjarskiptastofa setur nánari reglur um efni til prófs í samræmi við tilmæli CEPT.