,

Leiðbeiningar um notkun tækja í fjarskiptaherbergi Í.R.A.

Stuttar leiðbeiningar um notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, afhenti félaginu þann 15. apríl s.l., stuttar og hnitmiðaðar leiðbeiningar sem hann hefur samið fyrir notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar og SteppIR 3E loftnetsins. Um er að ræða gagnorða og vandaða framsetningu á plastaðri fram- og baksíðu í stærðinni A4.

Þörf hefur verið á upplýsingum af þessu tagi um lengri tíma. Þótt tiltölulega einfalt sé fyrir flesta að nota FT-1000 stöðina (jafnvel þótt menn eigi annarskonar stöðvar) er mikilvægt að átta sig á stöðinni og umgangast SteppIR loftnetið með gætni vegna mótoranna í loftnetinu, sér í lagi við upphaf og endi notkunar. Hugmyndin er, að gera einnig leiðbeiningar fyrir Kenwood TS-2000 stöð félagsins þegar uppsetningu VHF/UHF loftneta félagsins verður lokið og í framhaldi, stuttar upplýsingar fyrir Harris 110 RF-magnara félagsins.

Stjórn Í.R.A. vill þakka Vilhjálmi fyrir vel úr hendi leyst verkefni, svo og þeim Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, stöðvarstjóra og Yngva Harðarsyni, TF3Y sem voru honum til aðstoðar.

TF3SNN og TF3VS vinna að verkefninu á skírdag (1. apríl s.l.). Ljósm.: TF2JB.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × three =